Lífið

Virkir morgnar hætta göngu sinni í sumar

Bjarki Ármannsson skrifar
Útvarpsþátturinn Virkir morgnar, sem Andri Freyr Viðarsson og Gunna Dís Emilsdóttir hafa stjórnað á Rás 2 undanfarin misseri, líkur göngu sinni þann 1. júlí næstkomandi.
Útvarpsþátturinn Virkir morgnar, sem Andri Freyr Viðarsson og Gunna Dís Emilsdóttir hafa stjórnað á Rás 2 undanfarin misseri, líkur göngu sinni þann 1. júlí næstkomandi. Vísir
Útvarpsþátturinn Virkir morgnar, sem Andri Freyr Viðarsson og Gunna Dís Emilsdóttir hafa stjórnað á Rás 2 undanfarin misseri, lýkur göngu sinni þann 1. júlí næstkomandi.

Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, umsjónarmenn Hraðfrétta, munu stýra nýjum morgunþætti í sumar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Að því er þar segir fer Gunna Dís í fæðingarorlof þann 1. júlí en Andri Freyr mun taka að sér önnur verkefni í Efstaleitinu, meðal annars stjórn vikulegs spjallþáttar á Rás 2.

Samkvæmt tilkynningunni fer síðasti þáttur Virkra morgna í loftið þann 1. júlí en þann 4. júlí hefur nýr þáttur Hraðfréttamanna göngu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×