Of snemmt að segja til um orsök slyssins Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2016 09:41 Ættingjar farþega flugvélarinnar í Kaíró. Vísir/AFP Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til. Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til.
Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12