Sport

Eygló með fimmta besta tímann inn í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eygló getur leyft sér að fagna í kvöld.
Eygló getur leyft sér að fagna í kvöld. vísir/stefán
Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir til úrslita í 100 metra baksundi a morgun, en hún synti sig inn í úrslitin í kvöld.

Eygló synti á 1:00,46, en hún var í öðru sæti eftir fyrri ferðina. Hún endaði svo í fjórða sæti í sínum riðli, en fer inn á fimmta besta tíma.

Hún var 21/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu sem hún setti á HM í Kazan.

Mie Nielsen varð fyrst, Kathleen Dawson lenti í öðru sæti og Daryna Zevina í því þriðja í undanriðli Eyglóar.

Fylgst var með keppni Eyglóar í beinni lýsingu hér.


Tengdar fréttir

Ætlaði mér að synda miklu hraðar

Eygló Ósk Gústafsdóttir lenti í 6. sæti í 200 metra baksundi á EM í London í gær. Anton Sveinn McKee endaði í 7. sæti í 100 metra bringusundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir náði góðum tíma í sömu grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×