Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2016 11:30 Davíð var hress í Brennslunni. vísir „Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
„Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira