Veisla fyrir öll skynfærin 18. maí 2016 10:00 ,,Við höfum reglulega slegið upp tyrknesku kaffihúsi á viðburðum félagsins og þau hafa alltaf slegið í gegn," segir Derya Özdilek, formaður Horizon – menningarfélags múslima. MYND/ANTON BRINK Guðríðarhátíð Söngfjelagsins verður haldin í Læknaminjasafninu á Seltjarnarnesi næsta laugardag þar sem boðið verður upp á tónlistar- og fjölmenningarlegt ferðalag á slóðir Guðríðar Símonardóttur og annarra Íslendinga sem rænt var héðan í Tyrkjaráninu árið 1627. Tónlistin verður fyrirferðarmikil á hátíðinni þar sem unnið er með samhljóm í íslenskri og arabískri tónlist en matargerðin fær líka sitt pláss. Sett verður upp tyrkneskt kaffihús, Horizon Cafe, undir stjórn Derya Özdilek, formanns Horizon – menningarfélags múslima, þar sem gestum verður boðið upp á úrval gómsætra rétta og drykkja. „Við höfum reglulega slegið upp tyrknesku kaffihúsi á viðburðum félagsins og þau hafa alltaf slegið í gegn. Um helgina ætlum við að bjóða upp á fjóra sæta eftirrétti og sex bragðmikla aðalrétti.“Sarma er vínviðarlauf fyllt með grjónum.MYND/ANTON BRINKEftirréttirnir sem boðið verður upp á eru allir mjög vinsælir í Tyrklandi að sögn Derya. „Þrír þeirra innihalda sýróp og sá fjórði er búinn til úr mjólk og hrísgrjónum. Sannarlega bragðgóðir og skemmtilegir réttir fyrir flesta Íslendinga.“Vel kryddaðir Íslendingar kunna einnig vel að meta aðalréttina sem í boði verða að sögn Derya. „Þessir réttir hafa verið mjög vinsælir á viðburðum okkar undanfarið. Við munum t.d. bjóða upp á Sarma, sem eru vínviðarlauf fyllt með hrísgrjónum. Annar ljúffengur og vinsæll réttur er Mercimek köftesi, sem er nokkurs konar linsubaunapaté. Þar nota ég sérvalin tyrknesk krydd, búlgúr og rauðar linsubaunir. Einnig munum við bjóða upp á tvær gerðir af salati, einn brauðrétt og ljúffenga súpu sem borin er fram með brauði. Allt vel kryddaðir og spennandi réttir.“Mercïmek köftesi er bragðmikið linsubaunapaté.MYND/ANTON BRINKFjölmargir viðburðir verða á hátíðinni. Meðal þeirra er fyrirlestur Steinunnar Jóhannesdóttur rithöfundar um ferðalag Guðríðar, flutt verður frásögn afkomanda Grindavíkurfjölskyldunnar sem einnig var rænt ásamt söng- og dansatriðum þar sem Megas og Ragnheiður Gröndal munu m.a. koma fram. Hátíðin stendur yfir frá klukkan 12.30 til 18.00 næsta laugardag. Hægt er að kaupa sérstakan hátíðarmiða á 1.500 kr. fram til kl. 15 sem gildir á alla viðburði dagsins. Eftir það kostar miðinn 2.000 kr. Ókeypis aðgangur er fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og forsetaframbjóðendur. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Guðríðarhátíð Söngfjelagsins. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Guðríðarhátíð Söngfjelagsins verður haldin í Læknaminjasafninu á Seltjarnarnesi næsta laugardag þar sem boðið verður upp á tónlistar- og fjölmenningarlegt ferðalag á slóðir Guðríðar Símonardóttur og annarra Íslendinga sem rænt var héðan í Tyrkjaráninu árið 1627. Tónlistin verður fyrirferðarmikil á hátíðinni þar sem unnið er með samhljóm í íslenskri og arabískri tónlist en matargerðin fær líka sitt pláss. Sett verður upp tyrkneskt kaffihús, Horizon Cafe, undir stjórn Derya Özdilek, formanns Horizon – menningarfélags múslima, þar sem gestum verður boðið upp á úrval gómsætra rétta og drykkja. „Við höfum reglulega slegið upp tyrknesku kaffihúsi á viðburðum félagsins og þau hafa alltaf slegið í gegn. Um helgina ætlum við að bjóða upp á fjóra sæta eftirrétti og sex bragðmikla aðalrétti.“Sarma er vínviðarlauf fyllt með grjónum.MYND/ANTON BRINKEftirréttirnir sem boðið verður upp á eru allir mjög vinsælir í Tyrklandi að sögn Derya. „Þrír þeirra innihalda sýróp og sá fjórði er búinn til úr mjólk og hrísgrjónum. Sannarlega bragðgóðir og skemmtilegir réttir fyrir flesta Íslendinga.“Vel kryddaðir Íslendingar kunna einnig vel að meta aðalréttina sem í boði verða að sögn Derya. „Þessir réttir hafa verið mjög vinsælir á viðburðum okkar undanfarið. Við munum t.d. bjóða upp á Sarma, sem eru vínviðarlauf fyllt með hrísgrjónum. Annar ljúffengur og vinsæll réttur er Mercimek köftesi, sem er nokkurs konar linsubaunapaté. Þar nota ég sérvalin tyrknesk krydd, búlgúr og rauðar linsubaunir. Einnig munum við bjóða upp á tvær gerðir af salati, einn brauðrétt og ljúffenga súpu sem borin er fram með brauði. Allt vel kryddaðir og spennandi réttir.“Mercïmek köftesi er bragðmikið linsubaunapaté.MYND/ANTON BRINKFjölmargir viðburðir verða á hátíðinni. Meðal þeirra er fyrirlestur Steinunnar Jóhannesdóttur rithöfundar um ferðalag Guðríðar, flutt verður frásögn afkomanda Grindavíkurfjölskyldunnar sem einnig var rænt ásamt söng- og dansatriðum þar sem Megas og Ragnheiður Gröndal munu m.a. koma fram. Hátíðin stendur yfir frá klukkan 12.30 til 18.00 næsta laugardag. Hægt er að kaupa sérstakan hátíðarmiða á 1.500 kr. fram til kl. 15 sem gildir á alla viðburði dagsins. Eftir það kostar miðinn 2.000 kr. Ókeypis aðgangur er fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og forsetaframbjóðendur. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Guðríðarhátíð Söngfjelagsins.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira