Gekk um götur Berlínar í karakter Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. maí 2016 10:00 Tómas Lemarquis leikur stökkbreytta albínóan Caliban í nýjustu myndinni í X-Men seríunni. Vísir/Anton Tómas ásamt leikurum úr X-Men Apocalypse á frumsýningu myndarinnar í London. Þetta var mikið ævintýri,“ segir Tómas Lemarquis leikari um hlutverk sitt í nýjustu X-Men myndinni. Í henni leika margir heimsþekktir leikarar og má þar nefna t.d. Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Oliviu Munn, Sophie Turner og Oscar Isaac. „Ég var í senu með Jennifer Lawrence og Oscar Isaac – það var alveg ótrúlegt. En þegar maður er kominn í karakter, þá er þetta bara karakter við karakter, þá er þetta ekkert lengur Jennifer og Tómas. Þá er maður bara kominn í annan heim. Karakterinn heitir Caliban, hann er yfirmaður Morlocka sem eru stökkbreyttar neðanjarðarverur. Hann er kærasti Psylocke sem er leikin af Oliviu Munn. Hans karakter er á gráu svæði – hvorki vondur né góður, hann er algjör tækifærissinni. Hann er mjór albínóasláni. Þetta er annars ekki nema í þriðja skiptið sem albínóanafnið tengist mér. Albínóafélagið verður örugglega brjálað því að ég er enginn albínói. Ég er með umboðsmann í LA sem reddaði þessu, ég sendi prufu á hann þegar ég var í Berlín og síðan var ég bara ráðinn. Fyrir tveimur árum datt ég inn í bíó á meðan ég var að taka upp tónlistarvídeó í Póllandi. Ég var bara einn í verslunarmiðstöð og ákvað að sjá einhverja mynd. Ég fór þá á síðustu X-Men myndina, Days of Future Past, ég fílaði hana ótrúlega vel og hugsaði: „Mig langar til að leika í þessari mynd og á móti Jennifer Lawrence.“ Ári síðar er ég kominn akkúrat í þau spor, sem er svolítið súrrealískt,“ segir Tómas aðspurður hvernig hann hafi dottið inn á þetta hlutverk. En hvernig fer svo undirbúningur fyrir svona hlutverk fram? „Í svona mynd er það svolítið sérstakt, að maður fær bara að sjá sína senu en ekki allt handritið – þetta er svo leynilegt allt saman. Það þarf svolítið að finna sínar leiðir til að finna upplýsingar, fara í myndasögubækurnar sjálfar t.d. – maður fer í svolitla rannsóknarvinnu náttúrulega sem leikari. En fyrir mig sæki ég rosalega mikið í búninga – þetta byrjar allt með búningunum fyrir mig. Bæði búningunum og skónum. Ég var sendur tvisvar til London að máta búninga og föt. Svo er ég oft í fötunum í einhverja daga; fer út að labba í fötunum og læt karakterinn koma til mín svona smátt og smátt, t.d. í gegnum göngulagið. Ég var svo heppinn að ég fékk fötin send til mín til Berlínar og fékk að vera svolítið í þeim og þannig kom hann Caliban til mín. Ég er í miðjum tökum á mynd sem heitir Touch Me Not og leikstýrt af rúmenskum leikstjóra. Ég er búinn að taka upp helminginn af myndinni og fer núna í byrjun júní að taka upp seinni hlutann í Leipzig. Þessi mynd er að stórum hluta impróvíseruð og er akkúrat hinum megin á skalanum við X-Men, er lítil indí-mynd,“ segir Tómas aðspurður hvað sé fram undan hjá honum, „Síðan vona ég að aðdáendur taki Caliban vel svo að hann fái að koma aftur í næstu X-Men myndum. Leikstjórinn og framleiðandinn voru allavegana ánægðir.“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Tómas ásamt leikurum úr X-Men Apocalypse á frumsýningu myndarinnar í London. Þetta var mikið ævintýri,“ segir Tómas Lemarquis leikari um hlutverk sitt í nýjustu X-Men myndinni. Í henni leika margir heimsþekktir leikarar og má þar nefna t.d. Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Oliviu Munn, Sophie Turner og Oscar Isaac. „Ég var í senu með Jennifer Lawrence og Oscar Isaac – það var alveg ótrúlegt. En þegar maður er kominn í karakter, þá er þetta bara karakter við karakter, þá er þetta ekkert lengur Jennifer og Tómas. Þá er maður bara kominn í annan heim. Karakterinn heitir Caliban, hann er yfirmaður Morlocka sem eru stökkbreyttar neðanjarðarverur. Hann er kærasti Psylocke sem er leikin af Oliviu Munn. Hans karakter er á gráu svæði – hvorki vondur né góður, hann er algjör tækifærissinni. Hann er mjór albínóasláni. Þetta er annars ekki nema í þriðja skiptið sem albínóanafnið tengist mér. Albínóafélagið verður örugglega brjálað því að ég er enginn albínói. Ég er með umboðsmann í LA sem reddaði þessu, ég sendi prufu á hann þegar ég var í Berlín og síðan var ég bara ráðinn. Fyrir tveimur árum datt ég inn í bíó á meðan ég var að taka upp tónlistarvídeó í Póllandi. Ég var bara einn í verslunarmiðstöð og ákvað að sjá einhverja mynd. Ég fór þá á síðustu X-Men myndina, Days of Future Past, ég fílaði hana ótrúlega vel og hugsaði: „Mig langar til að leika í þessari mynd og á móti Jennifer Lawrence.“ Ári síðar er ég kominn akkúrat í þau spor, sem er svolítið súrrealískt,“ segir Tómas aðspurður hvernig hann hafi dottið inn á þetta hlutverk. En hvernig fer svo undirbúningur fyrir svona hlutverk fram? „Í svona mynd er það svolítið sérstakt, að maður fær bara að sjá sína senu en ekki allt handritið – þetta er svo leynilegt allt saman. Það þarf svolítið að finna sínar leiðir til að finna upplýsingar, fara í myndasögubækurnar sjálfar t.d. – maður fer í svolitla rannsóknarvinnu náttúrulega sem leikari. En fyrir mig sæki ég rosalega mikið í búninga – þetta byrjar allt með búningunum fyrir mig. Bæði búningunum og skónum. Ég var sendur tvisvar til London að máta búninga og föt. Svo er ég oft í fötunum í einhverja daga; fer út að labba í fötunum og læt karakterinn koma til mín svona smátt og smátt, t.d. í gegnum göngulagið. Ég var svo heppinn að ég fékk fötin send til mín til Berlínar og fékk að vera svolítið í þeim og þannig kom hann Caliban til mín. Ég er í miðjum tökum á mynd sem heitir Touch Me Not og leikstýrt af rúmenskum leikstjóra. Ég er búinn að taka upp helminginn af myndinni og fer núna í byrjun júní að taka upp seinni hlutann í Leipzig. Þessi mynd er að stórum hluta impróvíseruð og er akkúrat hinum megin á skalanum við X-Men, er lítil indí-mynd,“ segir Tómas aðspurður hvað sé fram undan hjá honum, „Síðan vona ég að aðdáendur taki Caliban vel svo að hann fái að koma aftur í næstu X-Men myndum. Leikstjórinn og framleiðandinn voru allavegana ánægðir.“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira