Ástþór brást illa við spurningu um dræmt fylgi: „Hvers vegna ertu að boða mig hingað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 20:50 Ástþór Magnússon vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50
Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30