„Á negri að vera andlit Íslands út á við?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. maí 2016 14:42 Unnsteinn Manúel og Lúna vöktu mikla athygli í Eurovisionkeppninni á laugardag. Vísir Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar heldur áfram baráttu sinni gegn rasisma á Íslandi með færslum sínum á Facebook.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar.Í gær deildi hún meðal annars skjáskotum af tveimur einstaklingum sem höfðu tjáð andúð sína á því að Unnsteinn Manúel Stefánsson hafi verið fenginn til þess að kynna niðurstöðu dómnefndar í Eurovision keppninni á laugardag. Þar ritar annar þeirra meðal annars; „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við? Svona svipað og Íslendingur væri andlit Kína út á við. [...] Ætti að skipta þessum kynnir út fyrir Íslending.“ Því næst birtir hún skjáskot sem tekin er af ummæla kerfi Vísis. Þar tjáir annar netverji sig um valið á Unnstein með orðunum; „hvernig í helvíti er svartur maður að tala fyrir Ísland?“.Sema talar um að Íslendingar séu orðnir ófeimnari við að tjá rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook.VísirEr fólk að sigla undir fölsku flaggi?„Mér finnst það vera að aukast að fólk tjái rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook,“ segir Sema sem veltir því þó fyrir sér hvort þarna séu aðilar á ferð með tilbúna Facebook reikninga á ferð. „Nettröllunum fækkar og fólk er að koma í miklu meira mæli fram undir réttu nafni. Með mynd af barnabörnunum í prófíl undir einhverjum ógeðslegum hatursáróðri.“ Fyrr á þessu ári birti Sema færslur sem sýndu persónuárásir í hennar garð vegna ummæla hennar um fjölmenningu á Íslandi. Síðan þá hefur hún deilt nokkrum færslum þar sem hún bendir á rasisma á Íslandi. Hún er því að verða eins konar rasisma-lögga Íslands á netinu. Svo mikil eru áhrif hennar að fólk er byrjað að hafa samband við hana að fyrra bragði sjái það vott um rasisma í samfélaginu. „Það er nú með því betra sem ég hef verið kölluð. Þetta vinnst í sameiningu og við þurfum að standa saman á vaktinni.“ Í sömu færslu birti hún einnig myndir af límmiðum sem hefur verið komið fyrir á strætóskýlum, inn á almennings salernum og fleira sem sýna beinan hatursáróður gegn blökkufólki.Segir það auka áreiti þegar áhersla sé lögð á að benda á rasískar skoðanir annarra á Facebook eða í fjölmiðlum.VísirÆttum ekki að eyða of miklu púðri í rasísk ummæliUnnsteinn Manuel Stefánsson vill ekkert tjá sig um fólkið sem hér um ræðir þar sem það dæmi sig sjálft með orðum sínum. Hann segist líka vera lítið hrifinn af því að aðrir séu að deila skjáskotum og öðru af rasískum ummælum á Facebook, hvort sem það er í garð hans eða annarra. „Þegar fólk gerir svona þá eru mjög margir krakkar um allt land sem þurfa enn og aftur að fara efast um tilverurétt sinn. Þegar fólk sér að það er til fólk sem hugsar svona hérna þá verður áreitið bara enn meira fyrir vikið. Þetta er svo lítill hluti af stóra samhenginu því það er lítið um kynþáttafordóma á Íslandi. Ég skil alveg að það skapist umræða og fólk fái sjokk þegar fólk póstar svona en við ættum ekki að vera eyða of miklu púðri í það, ekkert frekar en að við eigum að vera tala of mikið um hugmyndir Breivik. Það er ekki það að ég sé að mæla með þöggun heldur liggur baráttan annars staðar. Til dæmis í umræðunni um Islam þá eru ansi margir sem þyrftu að hugsa sinn gang." Það kann að vera að Unnsteinn hafi lög að mæla því vissulega skapaðist meiri umræða um hundinn Lunu á netinu eftir framkomu hans á laugardag en eitthvað annað. „Hugmyndin kom frá stóra bróður mínum. Ég átti að senda þeim hjá RÚV fyrir löngu hvað ég ætlaði að segja. Mér datt ekkert fyndið í hug. Logi litli bróðir sagði mér að ef mér dytti ekkert fyndið í hug ætti ég ekki að vera reyna það. Ég vissi vel að öllum myndi finnast Lunu yndisleg sem var raunin.“ Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar heldur áfram baráttu sinni gegn rasisma á Íslandi með færslum sínum á Facebook.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar.Í gær deildi hún meðal annars skjáskotum af tveimur einstaklingum sem höfðu tjáð andúð sína á því að Unnsteinn Manúel Stefánsson hafi verið fenginn til þess að kynna niðurstöðu dómnefndar í Eurovision keppninni á laugardag. Þar ritar annar þeirra meðal annars; „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við? Svona svipað og Íslendingur væri andlit Kína út á við. [...] Ætti að skipta þessum kynnir út fyrir Íslending.“ Því næst birtir hún skjáskot sem tekin er af ummæla kerfi Vísis. Þar tjáir annar netverji sig um valið á Unnstein með orðunum; „hvernig í helvíti er svartur maður að tala fyrir Ísland?“.Sema talar um að Íslendingar séu orðnir ófeimnari við að tjá rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook.VísirEr fólk að sigla undir fölsku flaggi?„Mér finnst það vera að aukast að fólk tjái rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook,“ segir Sema sem veltir því þó fyrir sér hvort þarna séu aðilar á ferð með tilbúna Facebook reikninga á ferð. „Nettröllunum fækkar og fólk er að koma í miklu meira mæli fram undir réttu nafni. Með mynd af barnabörnunum í prófíl undir einhverjum ógeðslegum hatursáróðri.“ Fyrr á þessu ári birti Sema færslur sem sýndu persónuárásir í hennar garð vegna ummæla hennar um fjölmenningu á Íslandi. Síðan þá hefur hún deilt nokkrum færslum þar sem hún bendir á rasisma á Íslandi. Hún er því að verða eins konar rasisma-lögga Íslands á netinu. Svo mikil eru áhrif hennar að fólk er byrjað að hafa samband við hana að fyrra bragði sjái það vott um rasisma í samfélaginu. „Það er nú með því betra sem ég hef verið kölluð. Þetta vinnst í sameiningu og við þurfum að standa saman á vaktinni.“ Í sömu færslu birti hún einnig myndir af límmiðum sem hefur verið komið fyrir á strætóskýlum, inn á almennings salernum og fleira sem sýna beinan hatursáróður gegn blökkufólki.Segir það auka áreiti þegar áhersla sé lögð á að benda á rasískar skoðanir annarra á Facebook eða í fjölmiðlum.VísirÆttum ekki að eyða of miklu púðri í rasísk ummæliUnnsteinn Manuel Stefánsson vill ekkert tjá sig um fólkið sem hér um ræðir þar sem það dæmi sig sjálft með orðum sínum. Hann segist líka vera lítið hrifinn af því að aðrir séu að deila skjáskotum og öðru af rasískum ummælum á Facebook, hvort sem það er í garð hans eða annarra. „Þegar fólk gerir svona þá eru mjög margir krakkar um allt land sem þurfa enn og aftur að fara efast um tilverurétt sinn. Þegar fólk sér að það er til fólk sem hugsar svona hérna þá verður áreitið bara enn meira fyrir vikið. Þetta er svo lítill hluti af stóra samhenginu því það er lítið um kynþáttafordóma á Íslandi. Ég skil alveg að það skapist umræða og fólk fái sjokk þegar fólk póstar svona en við ættum ekki að vera eyða of miklu púðri í það, ekkert frekar en að við eigum að vera tala of mikið um hugmyndir Breivik. Það er ekki það að ég sé að mæla með þöggun heldur liggur baráttan annars staðar. Til dæmis í umræðunni um Islam þá eru ansi margir sem þyrftu að hugsa sinn gang." Það kann að vera að Unnsteinn hafi lög að mæla því vissulega skapaðist meiri umræða um hundinn Lunu á netinu eftir framkomu hans á laugardag en eitthvað annað. „Hugmyndin kom frá stóra bróður mínum. Ég átti að senda þeim hjá RÚV fyrir löngu hvað ég ætlaði að segja. Mér datt ekkert fyndið í hug. Logi litli bróðir sagði mér að ef mér dytti ekkert fyndið í hug ætti ég ekki að vera reyna það. Ég vissi vel að öllum myndi finnast Lunu yndisleg sem var raunin.“
Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13
Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43
Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00