Ræktarföt Beyoncé framleidd við óásættanleg skilyrði 17. maí 2016 12:30 Ræktarfötin sem Beyoncé selur eru harðlega gagnrýnd. Myndir/Getty Fyrr á þessi ári kynnti Beyoncé nýjustu fatalínu sína, í samstarfi við Philip Green, eiganda Arcadia og Topshop. Merkið heitir Ivy Park og framleiðir einungis íþróttaföt. Flíkurnar hjá Ivy Park geta ekki talist dýrar en íþróttabuxur frá þeim eru að kosta um 7.000 krónur. Fjölmiðillinn The Sun sá tilefni til þess að rannsaka uppruna línunnar, hvar hún er framleidd og hvað þeir sem gerðu fötin fá borgað fyrir. Þeir komust að því að hún er framleidd í Sri Lanka af verksmiðju þar sem starfsmenn fá í laun rúmar 500 krónur á dag. Í samtali við The Sun sögðu starfsmennirnir að þeir vinna yfirleitt 10 tíma á dag og fá aðeins 30 mínútna hádegishlé. Þrátt fyrir að launin séu lág þá eru þau yfir lágmarkslaunum í Sri Lanka en þó er þó lítið að marka þar sem þau eru talin langt undir nauðsynlegu marki. Ivy Park hefur svarað þessum ásökunum með því að einblína á að þau vinni samkvæmt siðferðislegum reglum og þau reyna eftir fremsta megni að sjá til þess að þær verksmiðjur sem verslað er við vinni samkvæmt þeim. Sífellt meiri vitundarvakning hefur orðið gangvart því að stóru tískuhúsin framleiða fötin sín við hræðileg skilyrði og borga starfsmönnum sínum lítið sem ekkert. Einnig hafa sumar verksmiðjur sem framleiða fyrir vestræn fyrirtæki eins og Primark og Nike orðið þess vís að vera með börn í vinnu við að sauma föt og skó. Beyoncé er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.Beyoncé ásamt Philip Green, eiganda Topshop. Þau stofnuðu Ivy Park í sameiningu. Tengdar fréttir Beyonce í sérsaumuðu Balmain og Gucci Tónlistardrottningin byrjaði Formation World Tour með stæl í gær. 28. apríl 2016 20:00 Beyoncé hannar ræktarfatnað Línan Ivy Park er væntanleg þann 14. apríl næstkomandi. 31. mars 2016 16:45 Mest lesið Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Ástfangin á fremsta bekk Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour Adele dansar um í 800 þúsund króna blómakjól Glamour Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour
Fyrr á þessi ári kynnti Beyoncé nýjustu fatalínu sína, í samstarfi við Philip Green, eiganda Arcadia og Topshop. Merkið heitir Ivy Park og framleiðir einungis íþróttaföt. Flíkurnar hjá Ivy Park geta ekki talist dýrar en íþróttabuxur frá þeim eru að kosta um 7.000 krónur. Fjölmiðillinn The Sun sá tilefni til þess að rannsaka uppruna línunnar, hvar hún er framleidd og hvað þeir sem gerðu fötin fá borgað fyrir. Þeir komust að því að hún er framleidd í Sri Lanka af verksmiðju þar sem starfsmenn fá í laun rúmar 500 krónur á dag. Í samtali við The Sun sögðu starfsmennirnir að þeir vinna yfirleitt 10 tíma á dag og fá aðeins 30 mínútna hádegishlé. Þrátt fyrir að launin séu lág þá eru þau yfir lágmarkslaunum í Sri Lanka en þó er þó lítið að marka þar sem þau eru talin langt undir nauðsynlegu marki. Ivy Park hefur svarað þessum ásökunum með því að einblína á að þau vinni samkvæmt siðferðislegum reglum og þau reyna eftir fremsta megni að sjá til þess að þær verksmiðjur sem verslað er við vinni samkvæmt þeim. Sífellt meiri vitundarvakning hefur orðið gangvart því að stóru tískuhúsin framleiða fötin sín við hræðileg skilyrði og borga starfsmönnum sínum lítið sem ekkert. Einnig hafa sumar verksmiðjur sem framleiða fyrir vestræn fyrirtæki eins og Primark og Nike orðið þess vís að vera með börn í vinnu við að sauma föt og skó. Beyoncé er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.Beyoncé ásamt Philip Green, eiganda Topshop. Þau stofnuðu Ivy Park í sameiningu.
Tengdar fréttir Beyonce í sérsaumuðu Balmain og Gucci Tónlistardrottningin byrjaði Formation World Tour með stæl í gær. 28. apríl 2016 20:00 Beyoncé hannar ræktarfatnað Línan Ivy Park er væntanleg þann 14. apríl næstkomandi. 31. mars 2016 16:45 Mest lesið Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Ástfangin á fremsta bekk Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour Adele dansar um í 800 þúsund króna blómakjól Glamour Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour
Beyonce í sérsaumuðu Balmain og Gucci Tónlistardrottningin byrjaði Formation World Tour með stæl í gær. 28. apríl 2016 20:00
Beyoncé hannar ræktarfatnað Línan Ivy Park er væntanleg þann 14. apríl næstkomandi. 31. mars 2016 16:45