Auglýsingaherferðin verður ekki af verri endanum ef marka má myndbandið sem verslanakeðjan sendi frá sér nýverið þar sem skyggnst er á bakvið tjöldin. Ljósmyndarinn Jean-Paul Goude sér um að mynda stjörnur herferðarinnar, þau Iman, Rosario Dawson, Chance The Rapper, Ryuichi Sakamoto, Chloe Sevigny, Suboi og Xiuhtezcatl Martinez.
Það er mikil eftirvænting fyrir línunni eins og alla jafna þegar verslanakeðjan vinsæla fer í samstarf með hátískuhönnuðum og tískuhúsum. Ef marka má sýnishorn er litrík og skemmtilega lína sem eflaust á eftir að klárast fljótt.
