Leitin að hinum fullkomna nuddstól Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. maí 2016 11:45 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er aðalsprauta hljómsveitarinnar Milkywhale og er í góðum gír í nýjasta myndbandi sveitarinnar. Vísir/Magnús Leifsson Goodbye átti upphaflega að vera „power“-ballaða, okkur fannst það svo tilvalið þar sem Adele var nýbúin að gefa út hinn dramatíska hittara Hello, að koma með einhvers konar andsvar við því. Svo þróaðist þetta reyndar út í „mellow“-dramatískt stuðlag sem allir ættu að geta dansað við, hvort sem það er úti á dansgólfinu eða í hægindastólnum,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir söngkona Milkywhale um nýjasta lag sveitarinnar. Hún, ásamt Árna Rúnari Hlöðverssyni, skipar Milkywhale. Árni er einnig meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. „Við vinnum öll lögin okkar heima í stofunni hjá Árna og Lóu, ég hef alltaf sagt að Milkywhale sé kaffivélinni þeirra að þakka.“ „Þegar Magnús Leifsson leikstjóri kom með hugmyndina að myndbandinu þá þurfti ekki langan tíma til að sannfæra okkur. Í stuttu máli fjallar það um mann og leit hans að hinum fullkomna nuddstól. Magga langaði að búa til myndband þar sem hápunkturinn í viðlaginu væri frekar óhefðbundinn hápunktur. Sjón er sögu ríkari í þeim efnum. Hannes Óli Ágústsson leikari fer með aðalhlutverkið, hann er frábær performer og í algjöru uppáhaldi hjá okkur sem leikari. Við vorum líka saman í dansverki fyrir nokkrum árum og ég vissi að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið.“ Hannes Óli Ágústsson fer með aðalhlutverkið í myndbandinu sem maður í leit að hinum fullkomna nuddstól.Vísir/Magnús LeifssonMilkywhale hefur verið tilnefnd til Nordic Music Video verðlaunanna fyrir myndbandið Birds of Paradise, sem Magnús Leifsson leikstýrði einnig. Myndbandið fær tilnefningar í þremur flokkum: tónlistarmyndband ársins, besti flutningur listamanns og besta listræna stjórnun. Auk þess fær annað myndband sem Magnús leikstýrði tilnefningu en það er myndbandið við lag Ólafs Arnalds og Alice Sara Ott, Reminiscence, en það fær tilnefningu fyrir bestu frammistöðu leikara. Sjá einnig: Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards „Milkywhale er náttúrulega alveg óþekkt hljómsveit svo það er ótrúlegt að fá þrjár tilnefningar. Við erum í flokkum með ekki ómerkilegri listamönnum en David Bowie, MØ og Major Lazer. Svo er Maggi Leifs eini leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur öll þrjú árin og við tökum þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni núna á laugardaginn þar sem við ætlum að ræða samstarfið.“ Magnús Leifsson hefur áður verið tilnefndur, fyrir myndbandið við Old Skin með Ólafi Arnalds, Brighter Days með FM Belfast og Candlestick með múm. „Í augnablikinu er Árni í fríi í skattaskjóli á Bresku Jómfrúaeyjunum. Svo ætla ég líka í smá frí, öllu heldur snakkpokaferð, til Kanaríeyja. Þegar það er búið byrjar Milkywhale aftur af krafti. Við spilum á Húrra 3. júní og verðum svo á Hróarskeldu í lok júní. Þá erum við á fullu að klára fyrstu plötuna okkar sem kemur út í september og verður fylgt eftir með tónleikaferðalagi. Milkywhale byrjaði upphaflega sem dansverkefni og hlaut Menningarverðlaun DV í flokki danslistar í byrjun árs. Við ætlum að fylgja því eftir og vorum valin til þess að taka þátt á stóru norrænu dansfestivali í Kaupmannahöfn í haust. Svo það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Melkorka um hvað sé á döfinni hjá Milkywhale. Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Sjá meira
Goodbye átti upphaflega að vera „power“-ballaða, okkur fannst það svo tilvalið þar sem Adele var nýbúin að gefa út hinn dramatíska hittara Hello, að koma með einhvers konar andsvar við því. Svo þróaðist þetta reyndar út í „mellow“-dramatískt stuðlag sem allir ættu að geta dansað við, hvort sem það er úti á dansgólfinu eða í hægindastólnum,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir söngkona Milkywhale um nýjasta lag sveitarinnar. Hún, ásamt Árna Rúnari Hlöðverssyni, skipar Milkywhale. Árni er einnig meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. „Við vinnum öll lögin okkar heima í stofunni hjá Árna og Lóu, ég hef alltaf sagt að Milkywhale sé kaffivélinni þeirra að þakka.“ „Þegar Magnús Leifsson leikstjóri kom með hugmyndina að myndbandinu þá þurfti ekki langan tíma til að sannfæra okkur. Í stuttu máli fjallar það um mann og leit hans að hinum fullkomna nuddstól. Magga langaði að búa til myndband þar sem hápunkturinn í viðlaginu væri frekar óhefðbundinn hápunktur. Sjón er sögu ríkari í þeim efnum. Hannes Óli Ágústsson leikari fer með aðalhlutverkið, hann er frábær performer og í algjöru uppáhaldi hjá okkur sem leikari. Við vorum líka saman í dansverki fyrir nokkrum árum og ég vissi að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið.“ Hannes Óli Ágústsson fer með aðalhlutverkið í myndbandinu sem maður í leit að hinum fullkomna nuddstól.Vísir/Magnús LeifssonMilkywhale hefur verið tilnefnd til Nordic Music Video verðlaunanna fyrir myndbandið Birds of Paradise, sem Magnús Leifsson leikstýrði einnig. Myndbandið fær tilnefningar í þremur flokkum: tónlistarmyndband ársins, besti flutningur listamanns og besta listræna stjórnun. Auk þess fær annað myndband sem Magnús leikstýrði tilnefningu en það er myndbandið við lag Ólafs Arnalds og Alice Sara Ott, Reminiscence, en það fær tilnefningu fyrir bestu frammistöðu leikara. Sjá einnig: Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards „Milkywhale er náttúrulega alveg óþekkt hljómsveit svo það er ótrúlegt að fá þrjár tilnefningar. Við erum í flokkum með ekki ómerkilegri listamönnum en David Bowie, MØ og Major Lazer. Svo er Maggi Leifs eini leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur öll þrjú árin og við tökum þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni núna á laugardaginn þar sem við ætlum að ræða samstarfið.“ Magnús Leifsson hefur áður verið tilnefndur, fyrir myndbandið við Old Skin með Ólafi Arnalds, Brighter Days með FM Belfast og Candlestick með múm. „Í augnablikinu er Árni í fríi í skattaskjóli á Bresku Jómfrúaeyjunum. Svo ætla ég líka í smá frí, öllu heldur snakkpokaferð, til Kanaríeyja. Þegar það er búið byrjar Milkywhale aftur af krafti. Við spilum á Húrra 3. júní og verðum svo á Hróarskeldu í lok júní. Þá erum við á fullu að klára fyrstu plötuna okkar sem kemur út í september og verður fylgt eftir með tónleikaferðalagi. Milkywhale byrjaði upphaflega sem dansverkefni og hlaut Menningarverðlaun DV í flokki danslistar í byrjun árs. Við ætlum að fylgja því eftir og vorum valin til þess að taka þátt á stóru norrænu dansfestivali í Kaupmannahöfn í haust. Svo það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Melkorka um hvað sé á döfinni hjá Milkywhale.
Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Sjá meira