Enski boltinn

Ferðaðist 4.800 kílómetra en leiknum svo aflýst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn United.
Stuðningsmenn United. vísir/getty
Stuðningsmaður Manchester United frá Sierra Leone sem fór í fýluferð á Old Trafford í gær mun fara á bikarúrslitaleikinn hjá United á sunnudag þökk sé stuðningsmönnum liðsins.

Moses, sem ferðast 4800 kílómetra til að sjá leikinn gegn Bournemouth í gær, var skilinn eftir í tárum eftir að leiknum hefði verið aflýst vegna þess að grunsamlegur pakki fannst í stúkunni.

Honum var boðið á leikinn af einum af stuðningsmannasamtökum Manchester United enda aldrei farið á United leik, en þeir hafa nú gripið til sinna ráða svo Moses geti séð sinn fyrsta leik með United á sunnudag.

Meðlimir í klúbbnum hafa boðist til að borga annað flug fyrr hann og eru nú að reyna fá miða fyrir kapppann á leikinn. United spilar við Crystal Palace á sunnudag.

„Ég var svo vonsvikinn og grét svo mikið að fólkið í kringum mig kom og hughreysti mig. Ég kom frá Sierra Lione. Ég kom til að sjá þennan leik og það gerðist ekki,” sagði hann og hélt áfram:

„Þetta er mitt fyrsta skipti á ævinni til að sjá Manchester United með eigin augum og það gerðist ekki.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×