Lífið

Lúxussnekkjan A mætt til Reykjavíkur

Bjarki Ármannsson skrifar
Snekkjan fer ekki framhjá neinum sem horfir út Faxaflóann.
Snekkjan fer ekki framhjá neinum sem horfir út Faxaflóann. Vísir/Einar Árnason
Lúxussnekkjan A sem vakið hefur athygli landsmanna síðustu vikur er komin til Reykjavíkur og setur svip sinn á Faxaflóann.

Vísir hefur áður fjallað um snekkjuna, sem er í eigu rússneska auðjöfursins Andrej Melnítsjénkó og hönnuð af Philippe Starck. Hún er metin á um 39 milljarða íslenskra króna.

Snekkjan líkist frekar geimskipi en snekkju en á henni má finna sundlaug, bar, þyrlupall og til þessa að komast inn í aðalsvefnhergið þarf að reiða sig á fingrafaraskanna. Einungis 5 einstaklingar komast þangað inn.

Þá er snekkjan drekkhlaðin speglum og kristal sem Melnichenko segist hafa mikið dálæti á.

Vísir/Einar Árnason
Nánast hver einasta tomma í snekkjunni er sérhönnuð til þess að mæta þörfum Melnichenko. Í því samhengi má nefna kranana í sturtuklefa snekkjunnar sem hver um sig kostaði rúmlega 5 milljónir króna.

Þess má geta að snekkjan er til sölu en Melnítsjenkó ku vera að láta smíða nýja snekkju sem mun bera sama nafn og kostar um 48 milljarða króna. Melnítsjenkó var í fyrra talinn 137. ríkasti maður heims.

Hér að neðan má sjá þegar Wall Street Journal leit inn i snekkjuna árið 2012.


Tengdar fréttir

Lúxussnekkjan í Eyjafirði til sölu

Rússneski auðkýfingurinn Andrey Melnichenko ætlar að selja 39 milljarða snekkju en hann er búinn að kaupa aðra á 48 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×