Tara hefur fylgst með Gretu Salóme allt frá því hún vann söngvakeppni sjónvarpsins í febrúar og þegar hún loks fékk að hitta fyrirmynd sína brast hún í grát.
Greta Salóme segir Töru hafa fylgst vel með öllu ferli íslenska hópsins. Líklega viti Tara meira um íslenska framlagið en hún sjálf.
Silent-hópurinn hitti Töru í gær og fékk hana til þess að taka lagið hennar Gretu - á íslensku. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.