Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. maí 2016 18:02 Guðni Th Jóhannesson mælist með mest fylgi þegar rúmlega mánuður er í kosningar. Vísir Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu. Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu.
Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12
„Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48