Felix Bergsson: „Rússar vinna Eurovision" Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 22:27 Felix Bergsson er úti í Stokkhólmi á vegum RÚV. Vísir/Getty „Mér leist bara vel á þetta. Ég var með 9 rétta af 10,“ segir Felix Bergsson aðspurður um hvernig honum hafi litist á úrslit seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í Stokkhólmi í kvöld. Það kom stjórnanda Alla leið á RÚV því ekki á óvart að hvorki Danmörk né Noregur hafi verið á meðal þeirra tíu þjóða sem komust áfram í kvöld. „Það er vissulega austurlandasveifla yfir keppninni í ár. En þegar allt kemur til alls eru það bara gæði laganna og hvernig keppendur standa sig á sviðinu sem ræður úrslitum.“Sergey Lazarev flytur lagið You are the Only One í keppninni í ár og styðst við töluverðar myndbrellur.Vísir/GettyGæti hjálpað Svíum að sitja einir í úrslitum Felix segist ekki muna eftir því að sú staða hafi komið upp áður að engin Norðurlandaþjóð hafi verið kosin inn í úrslitin. „Svíarnir eru þarna náttúrulega af því að þeir unnu í fyrra og sitja því einir eftir. Það gæti vel gerst að það hjálpi þeim við að fá fleiri 12 stig frá nágrannaþjóðum sínum en það má ekki gleyma því að lagið þeirra hefur verið mjög vinsælt á útvarpsstöðvum í Skandinavíu. Það telur auðvitað líka.“ Hann bendir þó á að sænskir lagahöfundar og upptökustjórar komi mikið við sögu í keppninni í ár. Til dæmis séu rokklögin tvö, sem koma frá Georgíu og Kýpur, bæði unnin af sænska upptökustjóranum Thomas G:son.Spáir rússum sigriFelix hefur fylgst vel með æfingum síðustu daga og hefur mótað upplýsta skoðun á því hver muni fara með sigur á hólmi í ár. „Ég segi þetta án allrar ábyrgðar en ég held að Rússarnir séu að fara vinna þetta í ár.“ Hluti íslenska hópsins fer frá Stokkhólmi í fyrramálið. Felix verður þá á úrslitakeppninni á laugardag sem og Gréta Salóme sem flýgur svo beint í frí til Ítalíu á sunnudag. Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Íslendingur syngur bakrödd með Austurríki „Maður segir ekki nei við Eurovision.“ 10. maí 2016 20:03 Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Mér leist bara vel á þetta. Ég var með 9 rétta af 10,“ segir Felix Bergsson aðspurður um hvernig honum hafi litist á úrslit seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í Stokkhólmi í kvöld. Það kom stjórnanda Alla leið á RÚV því ekki á óvart að hvorki Danmörk né Noregur hafi verið á meðal þeirra tíu þjóða sem komust áfram í kvöld. „Það er vissulega austurlandasveifla yfir keppninni í ár. En þegar allt kemur til alls eru það bara gæði laganna og hvernig keppendur standa sig á sviðinu sem ræður úrslitum.“Sergey Lazarev flytur lagið You are the Only One í keppninni í ár og styðst við töluverðar myndbrellur.Vísir/GettyGæti hjálpað Svíum að sitja einir í úrslitum Felix segist ekki muna eftir því að sú staða hafi komið upp áður að engin Norðurlandaþjóð hafi verið kosin inn í úrslitin. „Svíarnir eru þarna náttúrulega af því að þeir unnu í fyrra og sitja því einir eftir. Það gæti vel gerst að það hjálpi þeim við að fá fleiri 12 stig frá nágrannaþjóðum sínum en það má ekki gleyma því að lagið þeirra hefur verið mjög vinsælt á útvarpsstöðvum í Skandinavíu. Það telur auðvitað líka.“ Hann bendir þó á að sænskir lagahöfundar og upptökustjórar komi mikið við sögu í keppninni í ár. Til dæmis séu rokklögin tvö, sem koma frá Georgíu og Kýpur, bæði unnin af sænska upptökustjóranum Thomas G:son.Spáir rússum sigriFelix hefur fylgst vel með æfingum síðustu daga og hefur mótað upplýsta skoðun á því hver muni fara með sigur á hólmi í ár. „Ég segi þetta án allrar ábyrgðar en ég held að Rússarnir séu að fara vinna þetta í ár.“ Hluti íslenska hópsins fer frá Stokkhólmi í fyrramálið. Felix verður þá á úrslitakeppninni á laugardag sem og Gréta Salóme sem flýgur svo beint í frí til Ítalíu á sunnudag.
Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Íslendingur syngur bakrödd með Austurríki „Maður segir ekki nei við Eurovision.“ 10. maí 2016 20:03 Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46
Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15