Bjarni: Ólsarar fengu eitt stig, við fengum eitt stig og dómarinn eitt stig Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 12. maí 2016 21:30 Bjarni Jóhannsson var ósáttur við vítaspyrnudóminn. vísir/ernir „Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, við Vísi eftir 1-1 jafntefli við Ólsara í kvöld. Eftir að Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu fengur Ólsarar ansi ódýra vítaspyrnu sem Hrvje Tokic fiskaði og skoraði úr. Það tryggði nýliðunum eitt sig. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar. Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann.„Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
„Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, við Vísi eftir 1-1 jafntefli við Ólsara í kvöld. Eftir að Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu fengur Ólsarar ansi ódýra vítaspyrnu sem Hrvje Tokic fiskaði og skoraði úr. Það tryggði nýliðunum eitt sig. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar. Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann.„Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45