Skapar hvert hlutverk frá grunni Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. maí 2016 16:45 Þorsteinn Bachmann fer með hlutverk í kvikmyndinni Tom of Finland í leikstjórn Dome Karukoski. Vísir/Vilhelm Það er alltaf skemmtilegast að undirbúa sig fyrir hlutverk sem er frekar afgerandi, þá fær maður meira svigrúm til karaktersköpunar. Ég reyni að skapa hvert einasta hlutverk frá grunni. Maður er alls ekkert að sækja í einhverja smiðju, heldur leyfir karakternum að koma til sín dvelja í sér um stund, en auðvitað með léttum leik, því auðvitað verður maður að komast út úr hlutverkinu líka,“ segir Þorsteinn Bachmann leikari spurður út í hlutverk sitt í kvikmyndinni Tom of Finland. Myndin er sannsöguleg og byggir á ævi Touko Laaksonen, sem varð holdgervingur baráttu samkynhneigðra undir listamannsheitinu Tom of Finland. Sagan hefst þegar Touko snýr aftur til Helsinki eftir að hafa gegnt herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni. Í kjölfarið var hann neyddur til að giftast konu en uppgötvaði síðar frelsi í gegnum listsköpun. Verk hans urðu hluti af mannréttindabaráttu samkynhneigðra í Bandaríkjunum og víðar um heiminn. „Myndin er byggð lauslega á raunverulegum atburðum, en að einhverju leiti færð í stílinn. Minn karakter er Amerískur ritstjóri sem tekur myndir af vöðvastæltum karlmönnum, Tom sendir honum teikningar af karlmönnum í djörfum stellingum sem ég svo birti fyrstur allra í Ameríku. Það er óhætt að segja að þetta sé mjög áhugaverður karakter,“ segir Þorsteinn. Tökum á myndinni er lokið og fóru þær meðal annars fram í Gautaborg, Berlín, Madrid og Los Angeles. Samkvæmt heimildum nemur kostnaður við myndina um fjórum milljónum evra. Meðal leikara í myndinni er Werner Daehn en hann er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við xXx, The Lives of Others, Valkyrie, Enemy at the Gates. Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni? „Ég var staddur í Berlín í fríi þegar Ingvar Þórðarson, meðframleiðandi kvikmyndarinnar Tom of Finland, benti leikstjóranum á að ég væri í bænum. Þeir höfðu séð kvikmyndina Vonarstræti þar sem ég lék ritskáldið Móra, það er óhætt að segja að út frá því hafi ég verið ráðinn,“ segir Þorsteinn léttur í bragði. Fram undan er nóg um að vera hjá Þorsteini en hann er að æfa nýtt verk í Borgarleikhúsinu ásamt því að leika í Föngum og fleiri kvikmyndum. „Sem stendur er ég að æfa leikritið Sendingu eftir Bjarna Jónsson, þar leik ég sjómann að vestan. Æfingaferlið er nýhafið, þetta er virkilega skemmtilegt verk, bæði alvarlegt og drepfyndið á sama tíma, þetta kemur til með að vera spennandi leikhús. Svo er ég líka að leika í Föngum og hlakka mikið til,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Það er alltaf skemmtilegast að undirbúa sig fyrir hlutverk sem er frekar afgerandi, þá fær maður meira svigrúm til karaktersköpunar. Ég reyni að skapa hvert einasta hlutverk frá grunni. Maður er alls ekkert að sækja í einhverja smiðju, heldur leyfir karakternum að koma til sín dvelja í sér um stund, en auðvitað með léttum leik, því auðvitað verður maður að komast út úr hlutverkinu líka,“ segir Þorsteinn Bachmann leikari spurður út í hlutverk sitt í kvikmyndinni Tom of Finland. Myndin er sannsöguleg og byggir á ævi Touko Laaksonen, sem varð holdgervingur baráttu samkynhneigðra undir listamannsheitinu Tom of Finland. Sagan hefst þegar Touko snýr aftur til Helsinki eftir að hafa gegnt herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni. Í kjölfarið var hann neyddur til að giftast konu en uppgötvaði síðar frelsi í gegnum listsköpun. Verk hans urðu hluti af mannréttindabaráttu samkynhneigðra í Bandaríkjunum og víðar um heiminn. „Myndin er byggð lauslega á raunverulegum atburðum, en að einhverju leiti færð í stílinn. Minn karakter er Amerískur ritstjóri sem tekur myndir af vöðvastæltum karlmönnum, Tom sendir honum teikningar af karlmönnum í djörfum stellingum sem ég svo birti fyrstur allra í Ameríku. Það er óhætt að segja að þetta sé mjög áhugaverður karakter,“ segir Þorsteinn. Tökum á myndinni er lokið og fóru þær meðal annars fram í Gautaborg, Berlín, Madrid og Los Angeles. Samkvæmt heimildum nemur kostnaður við myndina um fjórum milljónum evra. Meðal leikara í myndinni er Werner Daehn en hann er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við xXx, The Lives of Others, Valkyrie, Enemy at the Gates. Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni? „Ég var staddur í Berlín í fríi þegar Ingvar Þórðarson, meðframleiðandi kvikmyndarinnar Tom of Finland, benti leikstjóranum á að ég væri í bænum. Þeir höfðu séð kvikmyndina Vonarstræti þar sem ég lék ritskáldið Móra, það er óhætt að segja að út frá því hafi ég verið ráðinn,“ segir Þorsteinn léttur í bragði. Fram undan er nóg um að vera hjá Þorsteini en hann er að æfa nýtt verk í Borgarleikhúsinu ásamt því að leika í Föngum og fleiri kvikmyndum. „Sem stendur er ég að æfa leikritið Sendingu eftir Bjarna Jónsson, þar leik ég sjómann að vestan. Æfingaferlið er nýhafið, þetta er virkilega skemmtilegt verk, bæði alvarlegt og drepfyndið á sama tíma, þetta kemur til með að vera spennandi leikhús. Svo er ég líka að leika í Föngum og hlakka mikið til,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira