Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 10:58 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. Hún segir enga einfalda skýringu á því hvers vegna Samfylkingin mælist svo lág í skoðanakönnunum en flokkurinn hafi ákveðið að blása til formannskosninga í júní vegna stöðu hans. „Við erum í þeim fasa núna og erum að skerpa á okkar baráttumálum og munum koma út úr landsfundi með nýja forystu og skýr stefnumarkmið og þá munum við snúa þessari stöðu við,“ segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segist telja að hún geti sameinað ólík sjónarmið innan flokksins. „Formaður er í þeirri stöðu að setja mál á dagskrá og ég vil komast í þá stöðu og að við í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands, förum að tala um okkar baráttumál, um okkar hjartans mál, og hættum að láta soga okkur inn í einhver innanflokksmein. Það sem skiptir máli eru baráttumál jafnaðarmanna og hugsjónir okkar.“ Oddný segist algjörlega ósammála þeirri hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns Samfylkingarinnar um að leggja flokkinn niður og stofna nýja stjórnmálahreyfingu. „Við eigum að sinna hugsjónum jafnaðarmanna. Við í Samfylkingunni þurfum að gera það sem við ætluðum okkur að gera, safna okkur saman, kjósa nýja forystu og skerpa á okkar áherslumálum áður en við förum í samtal við aðra flokka, hvort sem það er um samstarf eða sameiningu.“ Tengdar fréttir VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. Hún segir enga einfalda skýringu á því hvers vegna Samfylkingin mælist svo lág í skoðanakönnunum en flokkurinn hafi ákveðið að blása til formannskosninga í júní vegna stöðu hans. „Við erum í þeim fasa núna og erum að skerpa á okkar baráttumálum og munum koma út úr landsfundi með nýja forystu og skýr stefnumarkmið og þá munum við snúa þessari stöðu við,“ segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segist telja að hún geti sameinað ólík sjónarmið innan flokksins. „Formaður er í þeirri stöðu að setja mál á dagskrá og ég vil komast í þá stöðu og að við í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands, förum að tala um okkar baráttumál, um okkar hjartans mál, og hættum að láta soga okkur inn í einhver innanflokksmein. Það sem skiptir máli eru baráttumál jafnaðarmanna og hugsjónir okkar.“ Oddný segist algjörlega ósammála þeirri hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns Samfylkingarinnar um að leggja flokkinn niður og stofna nýja stjórnmálahreyfingu. „Við eigum að sinna hugsjónum jafnaðarmanna. Við í Samfylkingunni þurfum að gera það sem við ætluðum okkur að gera, safna okkur saman, kjósa nýja forystu og skerpa á okkar áherslumálum áður en við förum í samtal við aðra flokka, hvort sem það er um samstarf eða sameiningu.“
Tengdar fréttir VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00
Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37
Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22