Býður upp byssuna sem hann notaði til að bana Trayvon Martin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2016 10:08 Mál George Zimmerman og Travon Martin var og er mikið hitamál í bandaríkjunum. Vísir/Getty George Zimmerman, sem sumarið 2013 var sýknaður af ákæru um morð á Trayvon Martin, hefur sett byssuna sem hann skaut Martin með á uppboð. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar á sínum tíma þar sem Zimmerman var sakaður um hatursglæp en hinn sautján ára gamli Travon var blökkumaður og óvopnaður. Washington Post greinir frá. Um er að ræða níu millimetra skammbyssu sem auglýst er til sölu á vefsíðunni GunBroker.com. Zimmerman segist á síðunni vera stoltur af því að geta boðið vopnið til sölu. Byssan hafi komið honum vel þegar hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu eftir hrottalega árás Trayvon Martin, eins og Zimmerman kemst að orði. Fjölskylda Trayvon Martin var viðstödd réttarhöldin í Flórída sumarið 2013.Vísir/AFP Zimmerman segir að ágóðinn af sölunni verði notaður til að berjast gegn ofbeldi gegn laganna vörðum. Ekki er útlistað nákvæmlega hvernig peningurinn á að nýtast í þeirri baráttu. Málsvörn Zimmerman byggði á því að hann hefði skotið Martin í hjartað í sjálfsvörn. Zimmerman, sem stundaði nágrannavörslu í hverfi í Stanford í Flórída, tók það upp hjá sjálfum sér að elta Martin af því honum þótti hann grunsamlegur. Niðurstaða kviðdóms í málinu var sú að Zimmerman væri með öllu saklaus, Martin hefði ráðist á Zimmerman og sá síðarnefndi skotið Martin í sjálfsvörn. Niðurstöðunni var mótmælt víða um Bandaríkin og var þess krafist að Zimmerman yrði dreginn fyrir alríkisdómstól. Tengdar fréttir Brandarinn var svo óviðeigandi að hann gæti valdið réttarspjöllum Lögmaður George Zimmerman, sem er ákærður fyrir manndráp, sagði vandræðalegan og óviðeigandi brandara við réttarhöldin sem gætu leitt til þess að hefja þyrfti málaferlin upp á nýtt. 25. júní 2013 21:12 Barack Obama: "Trayvon Martin hefði getað verið ég“ Bandaríkjaforseti tjáir sig um umdeilt mál. 19. júlí 2013 18:31 Zimmerman ákærður fyrir morð George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana. 12. apríl 2012 08:12 George Zimmerman sakaður um að hóta eiginkonu sinni með byssu Sagður hafa kýlt tengdaföður sinn í andlitið. 9. september 2013 20:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
George Zimmerman, sem sumarið 2013 var sýknaður af ákæru um morð á Trayvon Martin, hefur sett byssuna sem hann skaut Martin með á uppboð. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar á sínum tíma þar sem Zimmerman var sakaður um hatursglæp en hinn sautján ára gamli Travon var blökkumaður og óvopnaður. Washington Post greinir frá. Um er að ræða níu millimetra skammbyssu sem auglýst er til sölu á vefsíðunni GunBroker.com. Zimmerman segist á síðunni vera stoltur af því að geta boðið vopnið til sölu. Byssan hafi komið honum vel þegar hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu eftir hrottalega árás Trayvon Martin, eins og Zimmerman kemst að orði. Fjölskylda Trayvon Martin var viðstödd réttarhöldin í Flórída sumarið 2013.Vísir/AFP Zimmerman segir að ágóðinn af sölunni verði notaður til að berjast gegn ofbeldi gegn laganna vörðum. Ekki er útlistað nákvæmlega hvernig peningurinn á að nýtast í þeirri baráttu. Málsvörn Zimmerman byggði á því að hann hefði skotið Martin í hjartað í sjálfsvörn. Zimmerman, sem stundaði nágrannavörslu í hverfi í Stanford í Flórída, tók það upp hjá sjálfum sér að elta Martin af því honum þótti hann grunsamlegur. Niðurstaða kviðdóms í málinu var sú að Zimmerman væri með öllu saklaus, Martin hefði ráðist á Zimmerman og sá síðarnefndi skotið Martin í sjálfsvörn. Niðurstöðunni var mótmælt víða um Bandaríkin og var þess krafist að Zimmerman yrði dreginn fyrir alríkisdómstól.
Tengdar fréttir Brandarinn var svo óviðeigandi að hann gæti valdið réttarspjöllum Lögmaður George Zimmerman, sem er ákærður fyrir manndráp, sagði vandræðalegan og óviðeigandi brandara við réttarhöldin sem gætu leitt til þess að hefja þyrfti málaferlin upp á nýtt. 25. júní 2013 21:12 Barack Obama: "Trayvon Martin hefði getað verið ég“ Bandaríkjaforseti tjáir sig um umdeilt mál. 19. júlí 2013 18:31 Zimmerman ákærður fyrir morð George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana. 12. apríl 2012 08:12 George Zimmerman sakaður um að hóta eiginkonu sinni með byssu Sagður hafa kýlt tengdaföður sinn í andlitið. 9. september 2013 20:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Brandarinn var svo óviðeigandi að hann gæti valdið réttarspjöllum Lögmaður George Zimmerman, sem er ákærður fyrir manndráp, sagði vandræðalegan og óviðeigandi brandara við réttarhöldin sem gætu leitt til þess að hefja þyrfti málaferlin upp á nýtt. 25. júní 2013 21:12
Barack Obama: "Trayvon Martin hefði getað verið ég“ Bandaríkjaforseti tjáir sig um umdeilt mál. 19. júlí 2013 18:31
Zimmerman ákærður fyrir morð George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana. 12. apríl 2012 08:12
George Zimmerman sakaður um að hóta eiginkonu sinni með byssu Sagður hafa kýlt tengdaföður sinn í andlitið. 9. september 2013 20:33