Stjórn KKÍ mun ákveða fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 08:15 Körfuboltinn er að missa Helga Má Magnússon úr deildinni og hann er ekki eini íslenski leikmaðurinn sem er á förum. Vísir/Andri Marinó Útlendingamálin eru enn á ný til umræðu í körfuknattleikshreyfingunni og þau voru mikið rædd á formannafundi aðildarfélaga KKÍ á dögunum. Það var ekki þing í ár en formennirnir kusu með því að stjórn KKÍ ákveði fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum næsta vetur. Nú er bara einn erlendur leikmaður leyfður inn á vellinum í einu en áður en sú regla tók gildi máttu liðin vera tvo Bandaríkjamenn. Því var breytt fyrir nokkrum árum en núna er vangaveltur hvort takmarkanirnar eigi aðeins að snúa að bandarískum leikmönnum sem myndi þýða að liðin gætu sótt frjálst leikmenn til Evrópu. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti það við Karfan.is að á formannafundinum á dögunum hafi verið ákveðið að boða ekki til aukaþings heldur leggja frekar málefni erlendra leikmanna fyrir stjórn KKÍ sem hefur reglubreytingarvald í þessum efnum. Stjórn KKÍ hefur rætt málið aðeins en það hefur hinsvegar engin ákvörðun verð tekin enn um „útlendingaregluna“. Á síðasta sambandsþingi KKÍ, sem var í fyrravor, var samþykkt með tæplega 70% atkvæða að leika eftir hinu svokallaða 4+1 fyrirkomulagi en það hefur verið í gildi síðustu tímabil. 4+1 þýðir að það verða alltaf að vera fjórir Íslendingar inn á vellinum í einu. Liðin geta því verið með fleiri en einn útlending en aðeins einn þeirra getur spilað í einu. „Það kom tillaga á formannafundinum um að fjölga þurfi erlendum leikmönnum í liðunum og það var rætt töluvert. Stjórnin lagði því til á fundinum að boðað yrði til aukaþings en 2/3 hluta formannafundar getur boðað aukaþing um ákveðin málefni. Fundurinn felldi þessa tillögu ( 6 já og 12 nei ) og því var borin upp um önnur tillaga þar sem stjórninni var falið að skoða reglugerð um erlenda leikmenn og var það samþykkt (12 já og 6 nei ), eitt félag fer með eitt atkvæði," sagði Hannes í viðtali við karfan.is. „Stjórnin hefur reglugerðarvald en hefur að sjálfsögðu ekki viljað gera breytingar því hefðin hefur verið í þessum málaflokki að leyfa hreyfingunni að ráða þessu og taka afstöðu á þingum. Hingað til hefur hreyfingin ekki viljað að stjórnin sé með þetta mál. Oft hefur þetta verið tæpt á þingum en á síðasta þingi þá var samþykkt með um 70% atkvæða að hafa áfram 4+1 regluna sem hafði verið í tvö ár," sagði Hannes og sagði útlendingamálin í íslenskum körfubolta vera heitari og viðkvæmari en flugvallarmálið. „Stjórn og starfsmenn ræddu þetta strax að loknum fundi og við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta stóra mál. Það er auðvitað pressa frá mörgum að þetta verði ákveðið sem fyrst, við erum vel meðvituð um það í stjórn sambandsins að það er engin draumastaða fyrir félögin eða leikmenn að núna um miðjan maí sé þessi staða uppi. En þetta er það sem formannannafundur ákvað og því þarf að fara í þetta núna en við munum gefa okkur þann tíma sem þarf óháð fjölda símtala og skilaboða frá þeim sem eru óþolinmóðir,“ sagði Hannes sem verður óvenjumikið í símanum næstu daga. „Við viljum heyra betur í öllum formönnum og það hef ég verið að gera undanfarna daga og sjá þannig hver raunverulegur vilji félaganna okkar er. Við í stjórninni höfum svo átt mörg símtöl okkar á milli, við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og fara saman yfir þetta en ákvörðun liggur vonandi fyrir í lok næstu viku," sagði Hannes en það má finna allt viðtalið við hann hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Útlendingamálin eru enn á ný til umræðu í körfuknattleikshreyfingunni og þau voru mikið rædd á formannafundi aðildarfélaga KKÍ á dögunum. Það var ekki þing í ár en formennirnir kusu með því að stjórn KKÍ ákveði fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum næsta vetur. Nú er bara einn erlendur leikmaður leyfður inn á vellinum í einu en áður en sú regla tók gildi máttu liðin vera tvo Bandaríkjamenn. Því var breytt fyrir nokkrum árum en núna er vangaveltur hvort takmarkanirnar eigi aðeins að snúa að bandarískum leikmönnum sem myndi þýða að liðin gætu sótt frjálst leikmenn til Evrópu. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti það við Karfan.is að á formannafundinum á dögunum hafi verið ákveðið að boða ekki til aukaþings heldur leggja frekar málefni erlendra leikmanna fyrir stjórn KKÍ sem hefur reglubreytingarvald í þessum efnum. Stjórn KKÍ hefur rætt málið aðeins en það hefur hinsvegar engin ákvörðun verð tekin enn um „útlendingaregluna“. Á síðasta sambandsþingi KKÍ, sem var í fyrravor, var samþykkt með tæplega 70% atkvæða að leika eftir hinu svokallaða 4+1 fyrirkomulagi en það hefur verið í gildi síðustu tímabil. 4+1 þýðir að það verða alltaf að vera fjórir Íslendingar inn á vellinum í einu. Liðin geta því verið með fleiri en einn útlending en aðeins einn þeirra getur spilað í einu. „Það kom tillaga á formannafundinum um að fjölga þurfi erlendum leikmönnum í liðunum og það var rætt töluvert. Stjórnin lagði því til á fundinum að boðað yrði til aukaþings en 2/3 hluta formannafundar getur boðað aukaþing um ákveðin málefni. Fundurinn felldi þessa tillögu ( 6 já og 12 nei ) og því var borin upp um önnur tillaga þar sem stjórninni var falið að skoða reglugerð um erlenda leikmenn og var það samþykkt (12 já og 6 nei ), eitt félag fer með eitt atkvæði," sagði Hannes í viðtali við karfan.is. „Stjórnin hefur reglugerðarvald en hefur að sjálfsögðu ekki viljað gera breytingar því hefðin hefur verið í þessum málaflokki að leyfa hreyfingunni að ráða þessu og taka afstöðu á þingum. Hingað til hefur hreyfingin ekki viljað að stjórnin sé með þetta mál. Oft hefur þetta verið tæpt á þingum en á síðasta þingi þá var samþykkt með um 70% atkvæða að hafa áfram 4+1 regluna sem hafði verið í tvö ár," sagði Hannes og sagði útlendingamálin í íslenskum körfubolta vera heitari og viðkvæmari en flugvallarmálið. „Stjórn og starfsmenn ræddu þetta strax að loknum fundi og við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta stóra mál. Það er auðvitað pressa frá mörgum að þetta verði ákveðið sem fyrst, við erum vel meðvituð um það í stjórn sambandsins að það er engin draumastaða fyrir félögin eða leikmenn að núna um miðjan maí sé þessi staða uppi. En þetta er það sem formannannafundur ákvað og því þarf að fara í þetta núna en við munum gefa okkur þann tíma sem þarf óháð fjölda símtala og skilaboða frá þeim sem eru óþolinmóðir,“ sagði Hannes sem verður óvenjumikið í símanum næstu daga. „Við viljum heyra betur í öllum formönnum og það hef ég verið að gera undanfarna daga og sjá þannig hver raunverulegur vilji félaganna okkar er. Við í stjórninni höfum svo átt mörg símtöl okkar á milli, við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og fara saman yfir þetta en ákvörðun liggur vonandi fyrir í lok næstu viku," sagði Hannes en það má finna allt viðtalið við hann hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum