Í gær var á lofti hávær orðrómur um að Fertitta-bræðurnir, Lorenzo og Frank, ætluðu sér að selja UFC fyrir himinháa upphæð.
Nánar tiltekið fyrir eina 493 milljarða króna. Það yrði ansi góð ávöxtun á fjárfestingu enda keyptu þeir sambandið á 246 milljónir króna árið 2001.
Á síðustu 15 árum hefur UFC aftur á móti vaxið og dafnað og er ekkert lát á velgengni sambandsins.
Það var hinn talnaglöggi blaðamaður ESPN, Darren Rovell, sem fór fram með þessa frétt í gær en Dana White, forseti UFC, segir hana ekki vera rétta þó svo fleiri fjölmiðlar segi að viðræður séu í gangi.
„UFC er ekki til sölu. Þessi frétt er stormur í vatnsglasi. Darren Rovell er ekki aðdáandi staðreynda og staðreyndir hans gætu ekki verið fjarri sannleikanum,“ sagði White.
Samkvæmt heimildum Rovell þá eru Fertitta-bræðurnir í viðræðum við fjóra aðila um sölu á UFC. Þeir eiga meirihlutann í UFC en White á aðeins lítinn hluta í sambandinu.
UFC er ekki til sölu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
