Sjálfbær Kerlingarfjöll Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 11. maí 2016 07:00 Á heimasíðu fréttamiðilsins Visir.is birtist frétt þann 4. maí þar sem fjallað er um að Landvernd hafi ekki nýtt tækifæri til að mótmæla byggingu 120 herbergja hótels í Kerlingarfjöllum. Reiknað er með að þegar hótelið er fullbyggt muni verða 342 gistirými á staðnum, sem í núverandi aðstöðu eru um 50 í uppbúnum rúmum og annað eins í svefnpokaplássi. Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu. Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng. Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum. Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum. Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn. Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu fréttamiðilsins Visir.is birtist frétt þann 4. maí þar sem fjallað er um að Landvernd hafi ekki nýtt tækifæri til að mótmæla byggingu 120 herbergja hótels í Kerlingarfjöllum. Reiknað er með að þegar hótelið er fullbyggt muni verða 342 gistirými á staðnum, sem í núverandi aðstöðu eru um 50 í uppbúnum rúmum og annað eins í svefnpokaplássi. Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu. Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng. Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum. Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum. Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn. Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar