Handbolti

Flýta fjórða leiknum í úrslitaeinvíginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjörið verður aðeins fyrr í N1-höllinni að Varmá í Mosfellsbæ en áætlað var fari svo að þörf verði fyrir leik fjögur.
Fjörið verður aðeins fyrr í N1-höllinni að Varmá í Mosfellsbæ en áætlað var fari svo að þörf verði fyrir leik fjögur. Vísir/Ernir
Handknattleikssambandið hefur gert breytingu á leiktíma í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta en einum leik er lokið í einvíginu og staðan er 1-0 fyrir Aftureldingu.

Ákveðið hefur verið að flýta fjórða leik Aftureldingar og Haukar í úrslitunum karla sem á að fara fram komandi mánudag, 16. maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Róberti Geir Gíslasyni, mótastjóra HSÍ.

Afturelding gæti reyndar verið búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn vinni liðið næstu tvo leiki sína og því gæti svo farið að þessi leikur fari aldrei fram.

Nái Haukar að vinna að minnsta kosti einn leik af næstu tveimur þá verður leiknum flýtt. Hann átti að fara fram klukkan 19.30 en verður þess í stað klukkan 15.00.

Leikurinn fer fram á mánudegi en þetta er frídagur þar sem þessi mánudagur er annar í Hvítasunnu.

Næsti leikur Aftureldingar og Hauka fer fram í N1-höllinni að Varmá í Mosfellsbæ annað kvöld og þriðji leikurinn er síðan í Schenkerhöllinni á Ásöllum á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×