Erlent

Duterte verður næsti forseti Filippseyja

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rodrigo Duterte svarar spurningum blaðamanna í kosningabaráttunni sem er nú afstaðin.
Rodrigo Duterte svarar spurningum blaðamanna í kosningabaráttunni sem er nú afstaðin. Vísir/EPA
Hinn mjög svo umdeildi Rodrigo Duterte verður næsti forseti Filippseyja. Þetta varð ljóst í gærkvöldi þegar mótframbjóðandi hans viðurkenndi ósigur sinn þrátt fyrir að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða.

Ljóst þykir að Duterte hafi unnið stórsigur en ummæli hans í kosningabaráttunni hafa vakið afar hörð viðbrögð og umtal. Hann talar mjög fyrir því að hart verði tekið á glæpamönnum í landinu og raunar öðlaðist hann landsfrægð þegar hann sem borgarstjóri í borginni Davao gaf lögreglu heimild til að taka afar hart á glæpagengjum borgarinnar. Hann hefur gengið svo langt að verja það þegar lögreglumenn taka grunaða glæpamenn af lífi án dóms og laga.

Stuðningsmenn Duterte pakka saman nú þegar kosningarnar eru búnar og verið er að ljúka við að telja atkvæðin.Vísir/EPA
    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×