Reyna að ná utan um fjölda hestaleiga Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2016 06:00 Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru starfandi í landinu. Fréttablaðið/Stefán Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru fyrir í landinu þrátt fyrir að eiga að sinna eftirliti með velferð hrossanna. Hestaleigum og aðilum sem bjóða upp á hestaferðir fyrir ferðamenn hefur fjölgað gríðarlega meðfram fjölgun ferðamanna. MAST vinnur nú að því að kortleggja stöðu hestatengdrar ferðamennsku og hefur haldið fundi með félagi hrossabænda og völdum ferðaþjónustuaðilum í geiranum til að ná utan um starfsemina hér á landi.Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MASTSigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir stofnunina vinna að þessu til að tryggja velferð íslenska hestsins. „Bæði er það í verkahring Matvælastofnunar samkvæmt nýjum lögum að sinna eftirliti með velferð hrossanna í þessum hestaleigum. Einnig erum við að brýna fyrir hestaleigum þörfina á því að kynna viðskiptavinum þeirra reglur um smitvarnir við bókanir ferða og ganga úr skugga um að ferðamenn fylgi þeim reglum við komuna til landsins,“ segir Sigríður. „Nú erum við að biðla til hestaleiga að skrá sig á vef stofnunarinnar svo hægt sé að halda utan um fjöldann. Þó við vitum ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigurnar eru í landinu erum við þó með nokkuð góða mynd af stöðunni.“Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta Fréttablaðið/GVASamkvæmt Ferðamálastofu eru 146 hestaleigur í landinu sem hafa sótt um og eru með rekstrarleyfi frá stofunni. Hefur þeim fjölgað gríðarlega í takt við fjölgun ferðamanna sem hingað koma til landsins. Hestaleigur sem slíkar hafa ekki með sér samtök né sameiginlegan málsvara en unnið er að því að búa til þau regnhlífarsamtök, greininni til hagsbóta. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta, segir fyrirtækið skrá ítarlega notkun á hverju hrossi til að tryggja velferð þeirra. „Við erum með um 120 hross og verðum að hafa yfirsýn yfir notkun og hreyfingu okkar hesta. Bæði hvað varðar að nýta hross sem og að ofbrúka þau ekki. Þannig skráum við hreyfingu hvers hross sem MAST getur svo skoðað og farið yfir,“ segir Skarphéðinn Berg. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru fyrir í landinu þrátt fyrir að eiga að sinna eftirliti með velferð hrossanna. Hestaleigum og aðilum sem bjóða upp á hestaferðir fyrir ferðamenn hefur fjölgað gríðarlega meðfram fjölgun ferðamanna. MAST vinnur nú að því að kortleggja stöðu hestatengdrar ferðamennsku og hefur haldið fundi með félagi hrossabænda og völdum ferðaþjónustuaðilum í geiranum til að ná utan um starfsemina hér á landi.Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MASTSigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir stofnunina vinna að þessu til að tryggja velferð íslenska hestsins. „Bæði er það í verkahring Matvælastofnunar samkvæmt nýjum lögum að sinna eftirliti með velferð hrossanna í þessum hestaleigum. Einnig erum við að brýna fyrir hestaleigum þörfina á því að kynna viðskiptavinum þeirra reglur um smitvarnir við bókanir ferða og ganga úr skugga um að ferðamenn fylgi þeim reglum við komuna til landsins,“ segir Sigríður. „Nú erum við að biðla til hestaleiga að skrá sig á vef stofnunarinnar svo hægt sé að halda utan um fjöldann. Þó við vitum ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigurnar eru í landinu erum við þó með nokkuð góða mynd af stöðunni.“Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta Fréttablaðið/GVASamkvæmt Ferðamálastofu eru 146 hestaleigur í landinu sem hafa sótt um og eru með rekstrarleyfi frá stofunni. Hefur þeim fjölgað gríðarlega í takt við fjölgun ferðamanna sem hingað koma til landsins. Hestaleigur sem slíkar hafa ekki með sér samtök né sameiginlegan málsvara en unnið er að því að búa til þau regnhlífarsamtök, greininni til hagsbóta. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta, segir fyrirtækið skrá ítarlega notkun á hverju hrossi til að tryggja velferð þeirra. „Við erum með um 120 hross og verðum að hafa yfirsýn yfir notkun og hreyfingu okkar hesta. Bæði hvað varðar að nýta hross sem og að ofbrúka þau ekki. Þannig skráum við hreyfingu hvers hross sem MAST getur svo skoðað og farið yfir,“ segir Skarphéðinn Berg.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira