Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri á siglingu utan við Eystribyggð á Grænlandi. Mynd/Peder Jacobsson. Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada. Eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða var lagt af stað í fyrradag frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi en næsti áfangastaður er L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn fannst árið 1960 og er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust fornleifar eftir víkinga árið 1960.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÚtilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna. Hins vegar fundust þar smjörhnetur, sem líklegt þykir að víkingarnir hafi tekið með sér af syðri breiddargráðum. Þær þurfa álíka hlýtt loftslag og vínviður og þykir þetta sterk vísbending um að Leifur og hans menn komust á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er ein af þessum heillandi ráðgátum sem margir hafa glímt við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að fara á líklega staði en skipinu verður siglt inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar og þaðan áfram inn á Vötnin miklu. Meðal annars verður komið við í Toronto og Chicago. Síðasti áfangastaðurinn verður New York-borg. Fylgjast má með för skipsins á heimasíðu leiðangursins. Fornminjar Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada. Eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða var lagt af stað í fyrradag frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi en næsti áfangastaður er L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn fannst árið 1960 og er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust fornleifar eftir víkinga árið 1960.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÚtilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna. Hins vegar fundust þar smjörhnetur, sem líklegt þykir að víkingarnir hafi tekið með sér af syðri breiddargráðum. Þær þurfa álíka hlýtt loftslag og vínviður og þykir þetta sterk vísbending um að Leifur og hans menn komust á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er ein af þessum heillandi ráðgátum sem margir hafa glímt við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að fara á líklega staði en skipinu verður siglt inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar og þaðan áfram inn á Vötnin miklu. Meðal annars verður komið við í Toronto og Chicago. Síðasti áfangastaðurinn verður New York-borg. Fylgjast má með för skipsins á heimasíðu leiðangursins.
Fornminjar Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00
Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47