Björn Borg: Ísland þarf fleiri innivelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Björn Borg þegar hann var upp á sitt besta. Vísir/Getty Björn Borg er staddur hér á landi ásamt konu sinni til að fylgjast með Leo syni sínum sem tekur þátt í tveimur tennismótum í Tennishöllinni í Kópavogi. Á blaðamannafundi Tennissambands Íslands í gær gaf Björn sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Tennissambandið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem komu fram skoðanir Borg sem var á sínum tíma ein stærsta íþróttastjarna heimsins. Arnar Björnsson ræddi meðal annars við Björn Borg og var með innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Að sögn Björn Borg er skortur á innanhússvöllum farinn að hindra frekari framþróun tennis á Íslandi. Ísland þarf einfaldlega að eignast fleiri innivelli. Til að standast samanburð við Svíþjóð þyrftu að vera nokkrir tugir innivalla. Aðstaðan í Tennishöllinni er samt til fyrirmyndar og spennandi að vita að Kópavogsbær er jákvæður gagnvart stækkun hennar. Mikilvægt er líka að fá fleiri hallir og ekki síst í Reykjavík, þar sem beðið hefur verið eftir innivöllum í langan tíma. Þetta er þriðja heimsókn tennismeistarans Björns Borg til landsins, en hann var hér á ferðinni á níunda áratugnum til að kynna fatamerki sitt. Björn Borg fannst líka gaman að því að íslenskur leikari, Sverrir Guðnason, leikur hlutverk hans í kvikmynd sem verið er að gera um eftirminnilega baráttu hans við skaphundinn John McEnroe. Tennis Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Björn Borg er staddur hér á landi ásamt konu sinni til að fylgjast með Leo syni sínum sem tekur þátt í tveimur tennismótum í Tennishöllinni í Kópavogi. Á blaðamannafundi Tennissambands Íslands í gær gaf Björn sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Tennissambandið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem komu fram skoðanir Borg sem var á sínum tíma ein stærsta íþróttastjarna heimsins. Arnar Björnsson ræddi meðal annars við Björn Borg og var með innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Að sögn Björn Borg er skortur á innanhússvöllum farinn að hindra frekari framþróun tennis á Íslandi. Ísland þarf einfaldlega að eignast fleiri innivelli. Til að standast samanburð við Svíþjóð þyrftu að vera nokkrir tugir innivalla. Aðstaðan í Tennishöllinni er samt til fyrirmyndar og spennandi að vita að Kópavogsbær er jákvæður gagnvart stækkun hennar. Mikilvægt er líka að fá fleiri hallir og ekki síst í Reykjavík, þar sem beðið hefur verið eftir innivöllum í langan tíma. Þetta er þriðja heimsókn tennismeistarans Björns Borg til landsins, en hann var hér á ferðinni á níunda áratugnum til að kynna fatamerki sitt. Björn Borg fannst líka gaman að því að íslenskur leikari, Sverrir Guðnason, leikur hlutverk hans í kvikmynd sem verið er að gera um eftirminnilega baráttu hans við skaphundinn John McEnroe.
Tennis Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum