Björn Borg: Ísland þarf fleiri innivelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Björn Borg þegar hann var upp á sitt besta. Vísir/Getty Björn Borg er staddur hér á landi ásamt konu sinni til að fylgjast með Leo syni sínum sem tekur þátt í tveimur tennismótum í Tennishöllinni í Kópavogi. Á blaðamannafundi Tennissambands Íslands í gær gaf Björn sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Tennissambandið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem komu fram skoðanir Borg sem var á sínum tíma ein stærsta íþróttastjarna heimsins. Arnar Björnsson ræddi meðal annars við Björn Borg og var með innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Að sögn Björn Borg er skortur á innanhússvöllum farinn að hindra frekari framþróun tennis á Íslandi. Ísland þarf einfaldlega að eignast fleiri innivelli. Til að standast samanburð við Svíþjóð þyrftu að vera nokkrir tugir innivalla. Aðstaðan í Tennishöllinni er samt til fyrirmyndar og spennandi að vita að Kópavogsbær er jákvæður gagnvart stækkun hennar. Mikilvægt er líka að fá fleiri hallir og ekki síst í Reykjavík, þar sem beðið hefur verið eftir innivöllum í langan tíma. Þetta er þriðja heimsókn tennismeistarans Björns Borg til landsins, en hann var hér á ferðinni á níunda áratugnum til að kynna fatamerki sitt. Björn Borg fannst líka gaman að því að íslenskur leikari, Sverrir Guðnason, leikur hlutverk hans í kvikmynd sem verið er að gera um eftirminnilega baráttu hans við skaphundinn John McEnroe. Tennis Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Björn Borg er staddur hér á landi ásamt konu sinni til að fylgjast með Leo syni sínum sem tekur þátt í tveimur tennismótum í Tennishöllinni í Kópavogi. Á blaðamannafundi Tennissambands Íslands í gær gaf Björn sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Tennissambandið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem komu fram skoðanir Borg sem var á sínum tíma ein stærsta íþróttastjarna heimsins. Arnar Björnsson ræddi meðal annars við Björn Borg og var með innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Að sögn Björn Borg er skortur á innanhússvöllum farinn að hindra frekari framþróun tennis á Íslandi. Ísland þarf einfaldlega að eignast fleiri innivelli. Til að standast samanburð við Svíþjóð þyrftu að vera nokkrir tugir innivalla. Aðstaðan í Tennishöllinni er samt til fyrirmyndar og spennandi að vita að Kópavogsbær er jákvæður gagnvart stækkun hennar. Mikilvægt er líka að fá fleiri hallir og ekki síst í Reykjavík, þar sem beðið hefur verið eftir innivöllum í langan tíma. Þetta er þriðja heimsókn tennismeistarans Björns Borg til landsins, en hann var hér á ferðinni á níunda áratugnum til að kynna fatamerki sitt. Björn Borg fannst líka gaman að því að íslenskur leikari, Sverrir Guðnason, leikur hlutverk hans í kvikmynd sem verið er að gera um eftirminnilega baráttu hans við skaphundinn John McEnroe.
Tennis Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira