Innlent

Laun forstjóra leiðrétt afturvirkt

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Peningar
Peningar
Mánaðarlaun Arnórs Guðmundssonar, forstjóra Menntamálastofnunar, nema alls 1.125.701 krónu, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í mánuðinum. Ákvörðunin er afturvirk og gildir frá 1. október í fyrra.

Menntamálastofnun tók formlega til starfa 1. október síðastliðinn, en hún tók þá yfir verkefni Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar. Í ákvörðun Kjararáðs segir að hliðsjón hafi verið höfð af launum forstjóra stofnananna sem lagðar voru niður. 

Arnór Guðmundsson, ?forstjóri Menntamálastofnunar.
Heildarlaun forstjóra Námsmatsstofnunar voru tæp 907 þúsund á mánuði og tæp 952 þúsund hjá forstjóra Námsgagnastofnunar. Laun Arnórs eru því frá rúmlega 18 til rúmlega 24 prósentum hærri en hjá forverum hans.

Þá hefur Kjararáð nýverið fært laun Guðjóns Brjánssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HSV), í sama launaflokk og kollega hans hjá heilbrigðisstofnunum Norðurlands og Suðurlands. Ráðið segir það gert til að gæta jafnræðis í ákvörðunum. Heildarlaun forstjóra heilbrigðisstofnana eru 1.143.569, rúmum fimm prósentum hærri en þau voru hjá HSV. Ákvörðunin er afturvirk frá og með 1. október 2014.

Forstjóri HSV og forstjóri Menntamálastofnunar eru í sama launaflokki, en sá fyrrnefndi fær greiddar 28 yfirvinnueiningar á mánuði meðan hinn fær greiddar 26. Hver yfirvinnueining er 8.934 krónur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×