Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 27. maí 2016 15:19 Forsetaframbjóðendurnir Halla, Guðni og Sturla mættust í Föstudagsviðtalinu og ræddu um baráttumál sín og tilveruna. Mynd/Anton Brink Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. Þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel.Þurfti að yfirgefa fjölskylduna„Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla.Misstu bæði atvinnuna Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“Vann sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðs Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“ Viðtalið í heild sinni má bæði hlusta á og lesa hér. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. Þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel.Þurfti að yfirgefa fjölskylduna„Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla.Misstu bæði atvinnuna Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“Vann sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðs Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“ Viðtalið í heild sinni má bæði hlusta á og lesa hér.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira