Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 10:13 Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. Samsett Tvær konur voru handteknar um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli eftir að þær reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda sem um borð voru. Samkvæmt heimildum Vísis eru konurnar meðlimir í samtökunum No Borders og voru þær að mótmæla því að verið værið að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en samtökin telja brottvísun hans ólöglega.Sjá einnig: Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum þar sem konurnar tvær grátbiðja farþega vélarinnar að standa upp til þess að koma megi í veg fyrir að vélin taki í loftið, og þar með að fresta brottvísun Okafor. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan. „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur og að við trúum á mannréttindi,“ heyrist svo áður en að flugfreyja krefst þess að konurnar setjist niður svo að flugvélin geti tekið á loft. Svo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni.Blaðamaður mbl.is var um borð í vélinni og greinir frá því að flugstjóri vélarinnar hafi sagt lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni. Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Vélin hélt svo sína leið til Stokkhólms klukkan 09.50 eftir að búið var að handtaka og fjarlægja konurnar tvær úr vélinni.Mótmæltu brottvísun Okafor í gærOkafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni og var Okafor sendur aftur til Svíþjóðar í dag. Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Tvær konur voru handteknar um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli eftir að þær reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda sem um borð voru. Samkvæmt heimildum Vísis eru konurnar meðlimir í samtökunum No Borders og voru þær að mótmæla því að verið værið að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en samtökin telja brottvísun hans ólöglega.Sjá einnig: Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum þar sem konurnar tvær grátbiðja farþega vélarinnar að standa upp til þess að koma megi í veg fyrir að vélin taki í loftið, og þar með að fresta brottvísun Okafor. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan. „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur og að við trúum á mannréttindi,“ heyrist svo áður en að flugfreyja krefst þess að konurnar setjist niður svo að flugvélin geti tekið á loft. Svo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni.Blaðamaður mbl.is var um borð í vélinni og greinir frá því að flugstjóri vélarinnar hafi sagt lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni. Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Vélin hélt svo sína leið til Stokkhólms klukkan 09.50 eftir að búið var að handtaka og fjarlægja konurnar tvær úr vélinni.Mótmæltu brottvísun Okafor í gærOkafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni og var Okafor sendur aftur til Svíþjóðar í dag. Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11