Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 10:13 Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. Samsett Tvær konur voru handteknar um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli eftir að þær reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda sem um borð voru. Samkvæmt heimildum Vísis eru konurnar meðlimir í samtökunum No Borders og voru þær að mótmæla því að verið værið að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en samtökin telja brottvísun hans ólöglega.Sjá einnig: Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum þar sem konurnar tvær grátbiðja farþega vélarinnar að standa upp til þess að koma megi í veg fyrir að vélin taki í loftið, og þar með að fresta brottvísun Okafor. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan. „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur og að við trúum á mannréttindi,“ heyrist svo áður en að flugfreyja krefst þess að konurnar setjist niður svo að flugvélin geti tekið á loft. Svo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni.Blaðamaður mbl.is var um borð í vélinni og greinir frá því að flugstjóri vélarinnar hafi sagt lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni. Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Vélin hélt svo sína leið til Stokkhólms klukkan 09.50 eftir að búið var að handtaka og fjarlægja konurnar tvær úr vélinni.Mótmæltu brottvísun Okafor í gærOkafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni og var Okafor sendur aftur til Svíþjóðar í dag. Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Tvær konur voru handteknar um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli eftir að þær reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda sem um borð voru. Samkvæmt heimildum Vísis eru konurnar meðlimir í samtökunum No Borders og voru þær að mótmæla því að verið værið að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en samtökin telja brottvísun hans ólöglega.Sjá einnig: Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum þar sem konurnar tvær grátbiðja farþega vélarinnar að standa upp til þess að koma megi í veg fyrir að vélin taki í loftið, og þar með að fresta brottvísun Okafor. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan. „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur og að við trúum á mannréttindi,“ heyrist svo áður en að flugfreyja krefst þess að konurnar setjist niður svo að flugvélin geti tekið á loft. Svo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni.Blaðamaður mbl.is var um borð í vélinni og greinir frá því að flugstjóri vélarinnar hafi sagt lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni. Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Vélin hélt svo sína leið til Stokkhólms klukkan 09.50 eftir að búið var að handtaka og fjarlægja konurnar tvær úr vélinni.Mótmæltu brottvísun Okafor í gærOkafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni og var Okafor sendur aftur til Svíþjóðar í dag. Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11