Enski boltinn

Ronaldo: Sárt fyrir mig að sjá United í þessari stöðu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo þekkir vel til José Mourinho.
Cristiano Ronaldo þekkir vel til José Mourinho. vísir/getty
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vonast til að José Mourinho geti komið sínu gamla félagi Manchester United aftur upp í hæstu hæðir en hann tekur við United í vikunni.

Ronaldo og Cristiano Ronaldo unnu saman hjá Real Madrid þar sem þeir urðu Spánarmeistarar árið 2012.

Samningaviðræður standa yfir og væru líklega búnar ef ekki hefði komið upp vandamál með nafnarétt Portúgalans sem Chelsea á enn þó hann hafi verið rekinn frá Lundúnarliðinu á síðasta ári.

Manchester United varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tólf ár á síðustu leiktíð en missti af Meistaradeildarsæti á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho er ætlað að laga hlutina á Old Trafford.

„Er hann ekki tekinn við? Mér finnst þetta gott. Ef þetta er eitthvað sem United vildi þá finnst mér það gott,“ segir Ronaldo í spænskum sjónvarpsþætti sem verður sýndur í dag en The Sun fékk brot úr þættinum textað.

„Ég vona að Manchester United verði aftur það sem það var því þetta er merkilegt félag. Því hefur samt skort auðkenni síðustu ár.“

„Það er sárt fyrir mig að sjá United í þessari stöðu því þetta er félag sem er í hjarta mínu. Ég vona að Mourinho komi United aftur á toppinn,“ segir Cristiano Ronaldo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×