Handbolti

Straumur frá Fram í Garðabæinn í handboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vilhjálmur Ingi Halldórsson formaður meistaraflokksráðs og Stefán Darri Þórsson við undirritun samningsins.
Vilhjálmur Ingi Halldórsson formaður meistaraflokksráðs og Stefán Darri Þórsson við undirritun samningsins. Mynd/Handknattleiksdeild Stjörnunnar
Stjörnumenn halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla næsta vetur en Stjarnan vann sér aftur sæti í deildinni í vetur.

Stefán Darri Þórsson, skyttan efnilega úr Fram, undirritaði í dag tveggja ára samning við Stjörnuna en Fram er hans uppeldisfélag.

Stefán Darri varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013 og hefur spilað stórt hlutverk hjá Fram á síðustu tímabilum,

Stefán Darri hefur líka spilað með öllum unglingalandsliðum Íslands. Á nýloknu tímabili spilaði Stefán Darri 27 leiki fyrir Fram og skoraði 50 mörk.

„Hafði Stjarnan betur í baráttunni um að klófesta Stefán Darra, en töluverður fjöldi annarra liða í Olísdeildinni reyndi að klófesta þennan sterka leikmann. Eru Stjörnumenn því afar ánægðir með það að hafa náð samkomulagi við Stefán Darra og mun hann styrkja leikmannahóp Stjörnunnar mikið. Vænst er mikið af honum næstu árin í Garðabænum og bíður Stjarnan hann velkominn í félagið," segir í fréttatilkynningu frá Stjörnunni.

Stefán Darri Þórsson er ekki fyrsti Framarinn sem fer í Stjörnunnar eftir að tímabilinu lauk því Garðbæingar hafa einnig krækt í línumanninn Garðar Benedikt Sigurjónsson sem er reyndar að snúa heim í sitt uppeldisfélag.

Saman skoruðu þeir Stefán Darri Þórsson og Garðar Benedikt Sigurjónsson 146 mörk fyrir Framliðið í Olís-deildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Garðar er kominn í Stjörnuna

Garðar Benedikt Sigurjónsson, línumaðurinn öflugi úr Fram, hefur sagt skilið við Safamýrarliðið og ákveðið að spila með nýliðum Stjörnunnar í Olís-deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×