Svava þjálfar stórstjörnur í Bretlandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. maí 2016 09:30 Svava ásamt bresku sjónvarpsstjörnunni og leikkonunni Amöndu Holden. „Upphaflega fór ég til London í söngleikjanám, það var skemmtileg reynsla en ég ákvað samt sem áður eftir námið að snúa mér alfarið að einkaþjálfun, í kjölfarið fór ég í einkaþjálfaranám, tók jógakennaranám ásamt næringarfræði,“ segir Svava Sigbergsdóttir, spurð út í starf sitt sem einkaþjálfari. Svava hefur meðal annars unnið með Victoria's Secret, danska íþróttamerkinu Hummel ásamt því að þjálfa stórstjörnurnar Nicole Scherzinger og Amöndu Holden. „Það skiptir miklu máli að hafa góða þekkingu þegar kemur að því að hella sér út í þennan bransa.“Svava ásamt Nichole Scherzinger.Svava stofnaði The Viking Method árið 2013 og hefur heldur betur mikið vatn runnið til sjávar síðan, Svava er orðin mjög vinsæl meðal stórstjarna í Bretlandi og stefnir á útgáfu bókar þar sem hún kemur til með að aðstoða fólk við að koma sér í gott líkamlegt og andlegt form. „Sami umboðsmaður og kom Harry Potter bókunum í útgáfu hafði samband við mig í tengslum við nýju bókina mína sem ég kem til með að gefa út á næstunni. Ég er nú þegar búin að skrifa undir samning og er ótrúlega spennt,“ segir hún. Svava þróar nýjan æfingastíl sem fer eins og eldur í sinu um Bretland um þessar mundir. Svava leggur áherslu á að blanda saman boxi, hoppi og ýmsum fitness-æfingum til að auka þol, styrk og snerpu. Einnig leggur hún mikla áherslu á andlega hlutann. Mikil vinna liggur að baki stofnun The Viking Method, og þurfti Svava að hafa mikið fyrir því að koma sér á kortið. „Í upphafi var þetta virkilega mikil vinna. Ég hafði samband við blöðin hérna úti til að kynna mig en það var alls ekki auðvelt, því ég varð helst að vera að þjálfa frægan einstakling til þess að fá umfjöllun,“ segir hún.Svava Sigbergsdóttir einkaþjálfari í Bretlandi,Fyrir tveimur árum komst Svava í samband við umboðsmann söngdívunnar Nicole Scherzinger og er óhætt að segja að boltinn hafi farið að rúlla þá. „Ég komst í samband við Nicole Scherzinger, aðalsöngkonu The Pussycat Dolls og dómara í X-Factor í Bretlandi. Ég bauð henni að æfa hjá mér, hún varð mjög ánægð, ég er enn þá að þjálfa hana þegar hún er stödd í Bretlandi. Í kjölfarið fékk ég mikla umfjöllun í blöðunum sem var mjög gott,“ segir Svava og bætir við að Nicole sé alveg einstaklega skemmtileg og góð manneskja. Í dag þjálfar Svava fjöldann allan af fólki, meðal annars þjálfar hún bresku leikkonuna Amöndu Holden en hún hefur heldur betur gert garðinn frægan sem einn af aðaldómurum Britain's Got Talent. En hvernig týpa er Amanda? „Hún er bara alveg eins og hún er í sjónvarpinu, einstaklega einlæg og skemmtileg, hún bauð mér og dóttur minni að koma og horfa á Britain's Got Talent í kvöld í beinni útsendingu sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Svava spennt fyrir kvöldinu. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Upphaflega fór ég til London í söngleikjanám, það var skemmtileg reynsla en ég ákvað samt sem áður eftir námið að snúa mér alfarið að einkaþjálfun, í kjölfarið fór ég í einkaþjálfaranám, tók jógakennaranám ásamt næringarfræði,“ segir Svava Sigbergsdóttir, spurð út í starf sitt sem einkaþjálfari. Svava hefur meðal annars unnið með Victoria's Secret, danska íþróttamerkinu Hummel ásamt því að þjálfa stórstjörnurnar Nicole Scherzinger og Amöndu Holden. „Það skiptir miklu máli að hafa góða þekkingu þegar kemur að því að hella sér út í þennan bransa.“Svava ásamt Nichole Scherzinger.Svava stofnaði The Viking Method árið 2013 og hefur heldur betur mikið vatn runnið til sjávar síðan, Svava er orðin mjög vinsæl meðal stórstjarna í Bretlandi og stefnir á útgáfu bókar þar sem hún kemur til með að aðstoða fólk við að koma sér í gott líkamlegt og andlegt form. „Sami umboðsmaður og kom Harry Potter bókunum í útgáfu hafði samband við mig í tengslum við nýju bókina mína sem ég kem til með að gefa út á næstunni. Ég er nú þegar búin að skrifa undir samning og er ótrúlega spennt,“ segir hún. Svava þróar nýjan æfingastíl sem fer eins og eldur í sinu um Bretland um þessar mundir. Svava leggur áherslu á að blanda saman boxi, hoppi og ýmsum fitness-æfingum til að auka þol, styrk og snerpu. Einnig leggur hún mikla áherslu á andlega hlutann. Mikil vinna liggur að baki stofnun The Viking Method, og þurfti Svava að hafa mikið fyrir því að koma sér á kortið. „Í upphafi var þetta virkilega mikil vinna. Ég hafði samband við blöðin hérna úti til að kynna mig en það var alls ekki auðvelt, því ég varð helst að vera að þjálfa frægan einstakling til þess að fá umfjöllun,“ segir hún.Svava Sigbergsdóttir einkaþjálfari í Bretlandi,Fyrir tveimur árum komst Svava í samband við umboðsmann söngdívunnar Nicole Scherzinger og er óhætt að segja að boltinn hafi farið að rúlla þá. „Ég komst í samband við Nicole Scherzinger, aðalsöngkonu The Pussycat Dolls og dómara í X-Factor í Bretlandi. Ég bauð henni að æfa hjá mér, hún varð mjög ánægð, ég er enn þá að þjálfa hana þegar hún er stödd í Bretlandi. Í kjölfarið fékk ég mikla umfjöllun í blöðunum sem var mjög gott,“ segir Svava og bætir við að Nicole sé alveg einstaklega skemmtileg og góð manneskja. Í dag þjálfar Svava fjöldann allan af fólki, meðal annars þjálfar hún bresku leikkonuna Amöndu Holden en hún hefur heldur betur gert garðinn frægan sem einn af aðaldómurum Britain's Got Talent. En hvernig týpa er Amanda? „Hún er bara alveg eins og hún er í sjónvarpinu, einstaklega einlæg og skemmtileg, hún bauð mér og dóttur minni að koma og horfa á Britain's Got Talent í kvöld í beinni útsendingu sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Svava spennt fyrir kvöldinu.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira