Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 12:30 Elísabet Jökulsdóttir. Vísir/Ernir Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. Alls mældust átta manns, sem höfðu tilkynnt um framboð til forseta Íslands, með samanlagt þriggja prósenta fylgi, í skoðanakönnun MMR. „Auðvitað vildi ég vera með sjö prósenta fylgi en þetta er erfitt því maður á ekki krónu í þetta og ég er að gera þetta á óhefðbundinn hátt. Ég er ekki að búast við miklu en ég er ánægð og er ánægð með allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ segir Elísabet. Hins vegar finnist henni vanta meiri spennu í baráttuna, en Guðni Th. Jóhannesson er langt fyrir ofan alla aðra frambjóðendur og mælist með 65,6 prósenta fylgi. „Það er hrikalegt að það sé bara einn maður, að það séu ekki fleiri raddir í þessum kór. Það hefur aldrei verið eins mikill fjöldi frambjóðenda og það er bara einn maður sem tekur fylgið. Það er ekkert fight í þessu og engin spenna. En ég tek það fram að það er allt mikið sóma fólk sem er að há þessa baráttu eða þessa skemmtun,“ segir hún. Þeir einstaklingar sem samanlagt mældust með þriggja prósenta fylgi í könnun MMR er Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingiberg Jónsson og Sturla Jónsson. Ari og Baldur hafa dregið framboð sín til baka en Magnús Ingiberg náði ekki tilskildum fjölda undirskrifta og á því von á að framboð sitt verði ógilt, en hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. Alls mældust átta manns, sem höfðu tilkynnt um framboð til forseta Íslands, með samanlagt þriggja prósenta fylgi, í skoðanakönnun MMR. „Auðvitað vildi ég vera með sjö prósenta fylgi en þetta er erfitt því maður á ekki krónu í þetta og ég er að gera þetta á óhefðbundinn hátt. Ég er ekki að búast við miklu en ég er ánægð og er ánægð með allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ segir Elísabet. Hins vegar finnist henni vanta meiri spennu í baráttuna, en Guðni Th. Jóhannesson er langt fyrir ofan alla aðra frambjóðendur og mælist með 65,6 prósenta fylgi. „Það er hrikalegt að það sé bara einn maður, að það séu ekki fleiri raddir í þessum kór. Það hefur aldrei verið eins mikill fjöldi frambjóðenda og það er bara einn maður sem tekur fylgið. Það er ekkert fight í þessu og engin spenna. En ég tek það fram að það er allt mikið sóma fólk sem er að há þessa baráttu eða þessa skemmtun,“ segir hún. Þeir einstaklingar sem samanlagt mældust með þriggja prósenta fylgi í könnun MMR er Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingiberg Jónsson og Sturla Jónsson. Ari og Baldur hafa dregið framboð sín til baka en Magnús Ingiberg náði ekki tilskildum fjölda undirskrifta og á því von á að framboð sitt verði ógilt, en hyggst kæra framkvæmd kosninganna.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21