Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 12:30 Elísabet Jökulsdóttir. Vísir/Ernir Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. Alls mældust átta manns, sem höfðu tilkynnt um framboð til forseta Íslands, með samanlagt þriggja prósenta fylgi, í skoðanakönnun MMR. „Auðvitað vildi ég vera með sjö prósenta fylgi en þetta er erfitt því maður á ekki krónu í þetta og ég er að gera þetta á óhefðbundinn hátt. Ég er ekki að búast við miklu en ég er ánægð og er ánægð með allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ segir Elísabet. Hins vegar finnist henni vanta meiri spennu í baráttuna, en Guðni Th. Jóhannesson er langt fyrir ofan alla aðra frambjóðendur og mælist með 65,6 prósenta fylgi. „Það er hrikalegt að það sé bara einn maður, að það séu ekki fleiri raddir í þessum kór. Það hefur aldrei verið eins mikill fjöldi frambjóðenda og það er bara einn maður sem tekur fylgið. Það er ekkert fight í þessu og engin spenna. En ég tek það fram að það er allt mikið sóma fólk sem er að há þessa baráttu eða þessa skemmtun,“ segir hún. Þeir einstaklingar sem samanlagt mældust með þriggja prósenta fylgi í könnun MMR er Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingiberg Jónsson og Sturla Jónsson. Ari og Baldur hafa dregið framboð sín til baka en Magnús Ingiberg náði ekki tilskildum fjölda undirskrifta og á því von á að framboð sitt verði ógilt, en hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. Alls mældust átta manns, sem höfðu tilkynnt um framboð til forseta Íslands, með samanlagt þriggja prósenta fylgi, í skoðanakönnun MMR. „Auðvitað vildi ég vera með sjö prósenta fylgi en þetta er erfitt því maður á ekki krónu í þetta og ég er að gera þetta á óhefðbundinn hátt. Ég er ekki að búast við miklu en ég er ánægð og er ánægð með allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ segir Elísabet. Hins vegar finnist henni vanta meiri spennu í baráttuna, en Guðni Th. Jóhannesson er langt fyrir ofan alla aðra frambjóðendur og mælist með 65,6 prósenta fylgi. „Það er hrikalegt að það sé bara einn maður, að það séu ekki fleiri raddir í þessum kór. Það hefur aldrei verið eins mikill fjöldi frambjóðenda og það er bara einn maður sem tekur fylgið. Það er ekkert fight í þessu og engin spenna. En ég tek það fram að það er allt mikið sóma fólk sem er að há þessa baráttu eða þessa skemmtun,“ segir hún. Þeir einstaklingar sem samanlagt mældust með þriggja prósenta fylgi í könnun MMR er Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingiberg Jónsson og Sturla Jónsson. Ari og Baldur hafa dregið framboð sín til baka en Magnús Ingiberg náði ekki tilskildum fjölda undirskrifta og á því von á að framboð sitt verði ógilt, en hyggst kæra framkvæmd kosninganna.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21