Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir var búin að gefa út að hún ætlaði ekki að horfa til skoðanakannana af mikilli alvöru fyrr en frestur til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rynni út.
Halla mælist með 2,2 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR en vinnu við hana lauk síðastliðinn föstudag þegar fresturinn rann út.
„Nú hefst samtal á milli frambjóðenda og ég hef það sterklega á tilfinningunni að það samtal geti leitt til mikillar breytingar á fylgi frambjóðenda og hlakka til að fá að eiga það samtal og að þjóðin fá að kynna sér alla valkosti í framboði.“
Halla fer til Akureyrar í dag þar sem hún mun hitta nemendur við Menntaskólann á Akureyri. Hún segir þær viðtökur sem hún hefur fengið gefa henni fullt tilefni til að hafa trú á sínu framboði. Á hún von á því að hlutirnir geti breyst mjög mikið þegar fólk fær að kynnast hennar sín og áherslum á forsetaembættið.
Halla telur að hlutirnir geti breyst mikið þegar samtal milli frambjóðenda hefst
Birgir Olgeirsson skrifar
