Tveir reyndir fjallgöngumenn hafa undanfarinn mánuð gert tilraun til þess að komast upp á topp Everest. Annar þeirra komst upp á topp í nótt en þeir félagar hafa deilt leiðangrinum með fylgjendum sínum á Snapchat.
Cory Richards og Adrian Ballinger eru reyndir fjallgöngumenn og hófu göngu sína upp á topp hæsta fjall heims í apríl þegar þeir mættu í grunnbúðir Everest-fjalls.
Það sem gerir för þeirra félaga er einstaka er að þeir hafa deilt fjallgöngunni með fylgjendum sínum á Snapchat og þannig gefið áhugasömum einstaka innsýn inn í heim fjallamennskunar og átakið sem þarf til þess að klífa hæsta fjall heims.
Raunar gekk það ekki átakalaust fyrir sig en Adrian þurfti að snúa við vegna erfiðleika. Cory tókst hinsvegar að komast á toppinn.
Fylgjast má með snöppum þeirra félaga á Snapchat með því að fylgjast með EverestNoFilter á Snapchat.
Snappaði sig upp á topp Everest

Tengdar fréttir

Fjallgöngumenn deyja á Everest
Tveir einstaklingar frá Ástralíu og Hollandi komust á hæsta tind heims og létust svo úr hæðarsýki.

Fjöldi fjallgöngumanna veikir á Everest
Minnst þrír létu lífið á fjallinu um helgina.