Rosalegt eftirpartý eftir frumsýningu Síma látins manns - Myndir Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2016 15:30 Benedikt Erlingsson og fleiri voru á staðnum. Myndir/Óli magg Leikritið Sími látins manns eftir bandaríska leikskáldið Söruh Ruhl var frumsýnt í Tjarnarbíói í gærkvöldi og var verkið frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík. Charlotte Bøving leikstýrir gamanverkinu sem segir frá konu sem ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hefur hringt án afláts. Umfjöllunarefni verksins er einsemdin og þráin eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm. Leikritið er bráðfyndið en með grafalvarlegum undirtóni í takt við umfjöllunarefni verksins sem eru nándin, siðferðiskenndin, líf og dauði. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem er sett upp á Íslandi. Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála. Verkið er fyrsta uppsetning leikhópsins Blink sem leikkonan María Dalberg stofnaði árið 2014. Fjórar sýningar verða á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og er miðasala á Midi.is. Fjölmargir mættu á frumsýninguna í gær og var síðan boðið í eftirpartý eftir sýninguna. Þar var mikið stuð eins og sjá má hér að ofan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikritið Sími látins manns eftir bandaríska leikskáldið Söruh Ruhl var frumsýnt í Tjarnarbíói í gærkvöldi og var verkið frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík. Charlotte Bøving leikstýrir gamanverkinu sem segir frá konu sem ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hefur hringt án afláts. Umfjöllunarefni verksins er einsemdin og þráin eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm. Leikritið er bráðfyndið en með grafalvarlegum undirtóni í takt við umfjöllunarefni verksins sem eru nándin, siðferðiskenndin, líf og dauði. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem er sett upp á Íslandi. Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála. Verkið er fyrsta uppsetning leikhópsins Blink sem leikkonan María Dalberg stofnaði árið 2014. Fjórar sýningar verða á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og er miðasala á Midi.is. Fjölmargir mættu á frumsýninguna í gær og var síðan boðið í eftirpartý eftir sýninguna. Þar var mikið stuð eins og sjá má hér að ofan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein