Enski boltinn

Mourinho vill hafa Giggs áfram hjá United en ekki sem aðstoðarmann sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Giggs aðstoðar ekki Mourinho.
Giggs aðstoðar ekki Mourinho. vísir/getty
José Mourino, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, er tilbúinn til að finna starf fyrir Ryan Giggs innan félagsins en hann verður ekki aðstoðarknattspyrnustjóri eins og hann var í stjórnartíð Louis van Gaal.

Þetta hefur Sky Sports samkvæmt heimildum en framtíð Giggs hjá Manchester United er óljós eftir að Van Gaal var rekinn í gær og Mourinho verður ráðinn á næstu dögum.

Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, hittir Ed Woodward, stjórnarformann United, í London í dag þar sem gengið verður frá samningum. Búist er við snörpum samningaviðræðum þar sem þær hófust fyrr á árinu. Eina stóra málið sem eftir á að ræða er lengd samningsins.

José Mourinho verður áfram með Rui Faria, sinn hundtrygga aðstoðarmann, sem sína hægri hönd. Faria er búinn að vera aðstoðarmaður Mourinho síðan þeir unnu saman hjá Uniao de Leiria árið 2001.

Faria er búinn að elta Mourinho til Porto, Chelsea, Inter, Real Madrid og aftur til Chelsea. Þeir félagarnir hittust á heimili Mourinho í London í gær þar sem þeir eyddu 90 mínútum saman.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Ég er mjög vonsvikinn

Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá félaginu. Yfirlýsing hans birtist inn á heimasíðu Manchester United í kvöld.

Heimurinn fær að vita hvað stóð í SMS sendingum Mourinho til Evu

Jose Mourinho mun taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester United á næstu dögum en áður en hann getur farið að setja saman liðið sitt á Old Trafford þá á hann enn eftir að gera upp málið sem átti örugglega þátt í endalokum hans á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×