Enski boltinn

Van Gaal: Ég er mjög vonsvikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal
Louis van Gaal Vísir/Getty
Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá félaginu. Yfirlýsing hans birtist inn á heimasíðu Manchester United í kvöld.

„Það hefur verið heiður fyrir mig að stýra svona frábærum klúbb eins og Manchester United FC og með því hef ég náð að uppfylla langþráð markmið hjá mér," byrjaði Louis van Gaal yfirlýsingu sína.

„Ég er ákaflega stoltur af því að hafa hjálpað United að vinna FA-bikarinn í tólfta sinn í sögu félagsins. Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa unnið tuttugu titla á mínum stjóraferli en að vinna enska bikarinn verður alltaf eitt mesta afrekið á mínum ferli," skrifaði Van Gaal.

„Ég er mjög vonsvikinn með það að fá ekki að klára okkar þriggja ára plan. Ég tel að grunnurinn sé nú til staðar hjá félaginu til að hjálpa félaginu að taka skref áfram og ná enn betri árangri," skrifaði Van Gaal.

„Ég vonast til þess með því að vinna enska bikarinn fái félagið brautarpall sem hægt að er að nýta á næsta tímabili til að ná þeim árangri sem hinir ástríðufullu stuðningsmenn þrá," skrifaði Van Gaal.

„Eftir að hafa stýrt liðum í Hollandi, á Spáni og í Þýskalandi þá vonaðist ég alltaf eftir tækifærinu að fá að starfa í enska boltanum og fá að kynnast ensku menningunni. Upplifun mín af því hefur staðist allar væntingar og verið frábær," skrifaði Van Gaal en það er hægt að lesa allan pistil hans hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×