ISIS kallar eftir hryðjuverkaárásum á Vesturveldin í næsta mánuði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2016 21:18 Skilaboð sem sögð eru vera frá talsmanni ISIS kalla eftir því að stuðningsmenn ISIS fremji hryðjuverk í föstumánuði múslima sem hefst í byrjun júní. Vísir/Getty Opinber talsmaður ISIS kallar eftir því að fylgismenn hryðjuverkasamtakanna láti til skarar skríða og fremji hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir en hann hefst 6. júní næstkomandi. Skilaboðin eru sögð koma frá Abu Muhammad al-Adnani, háttsettum liðsmanni ISIS sem gjarnan er nefndur talsmaður samtakanna. Skilaboðunum var dreift á samfélagsmiðlinum Twitter en samkvæmt frétt Reuters hefur ekki takist að sannreyna hvort að skilaboðin komi í raun og veru frá ISIS. Þó er bent á að skilaboðunum hafi verið dreift á Twitter af þeim sem áður hafa dreift yfirlýsingum frá ISIS. Í skilaboðunum eru stuðningsmenn ISIS í Bandaríkjunum og Evrópu hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum og almennum borgum fremur en að freista þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi en þrengt hefur að yfirráðarsvæði ISIS þar í landi sem og í Írak eftir harðar loftárásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja á skotmörk tengd ISIS. ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hinum mannskæðu hryðjuverkunum í París á síðasta ári og Brussel á þessu ári og óttast er að innan Evrópu leynist hryðjuverkasellur á borð við þær sem frömdu árásirnar. Hefur öryggisgæsla á EM í knattspyrnu í sumar til að mynda verið hert gríðarlega vegna ótta um að gerðar verði hryðjuverkaárásir á meðan keppninni stendur. Í skilaboðinum er ekki minnst á flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. Yfirvöld í Egyptalandi segjast gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engin samtök hafa hins vegar lýst yfir ábyrgð. Enn er leitað að flugritum vélarinnar svo varpa megi ljósi á það hvað hafi grandað vélinni. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Opinber talsmaður ISIS kallar eftir því að fylgismenn hryðjuverkasamtakanna láti til skarar skríða og fremji hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir en hann hefst 6. júní næstkomandi. Skilaboðin eru sögð koma frá Abu Muhammad al-Adnani, háttsettum liðsmanni ISIS sem gjarnan er nefndur talsmaður samtakanna. Skilaboðunum var dreift á samfélagsmiðlinum Twitter en samkvæmt frétt Reuters hefur ekki takist að sannreyna hvort að skilaboðin komi í raun og veru frá ISIS. Þó er bent á að skilaboðunum hafi verið dreift á Twitter af þeim sem áður hafa dreift yfirlýsingum frá ISIS. Í skilaboðunum eru stuðningsmenn ISIS í Bandaríkjunum og Evrópu hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum og almennum borgum fremur en að freista þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi en þrengt hefur að yfirráðarsvæði ISIS þar í landi sem og í Írak eftir harðar loftárásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja á skotmörk tengd ISIS. ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hinum mannskæðu hryðjuverkunum í París á síðasta ári og Brussel á þessu ári og óttast er að innan Evrópu leynist hryðjuverkasellur á borð við þær sem frömdu árásirnar. Hefur öryggisgæsla á EM í knattspyrnu í sumar til að mynda verið hert gríðarlega vegna ótta um að gerðar verði hryðjuverkaárásir á meðan keppninni stendur. Í skilaboðinum er ekki minnst á flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. Yfirvöld í Egyptalandi segjast gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engin samtök hafa hins vegar lýst yfir ábyrgð. Enn er leitað að flugritum vélarinnar svo varpa megi ljósi á það hvað hafi grandað vélinni.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00