Ný Ghostbusters stikla komin á netið Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 15:34 Nýju draugabanarnir og leikstjórinn Paul Feig. Vísir/Getty Ný stikla úr væntanlegri endurgerð grínmyndarinnar Ghostbusters er komin á netið. Eins og flestir vita eru draugabanarnir fjórir nú kvenkyns og virðast þurfa að tækla töluvert stærri hóp af draugum en strákarnir gerðu á níunda áratugnum. Nýju stikluna má sjá hér fyrir neðan.Endurgerð eða framhald?Óvíst er hvort um endurgerð eða þriðju myndina í seríunni er um að ræða. Tekið er fram í fyrstu stiklunni að 30 ár séu liðin eftir atburði Ghostbusters 2 en það gæti alveg eins átt að vera tilvísun að 30 ár séu liðin frá því að hún kom út. Margir af leikurum upprunalegu myndanna tveggja bregður fyrir í nýju myndinni en lítið er vitað hversu stórar rullur þau fá eða hvern þau eiga að leika. Persónur þeirra eru til dæmis ekki nefndar á nafn á síðu imdb.com. Þau Sigourney Weaver, Bill Murray, Dan Akroyd, Annie Potts og Ernie Hudson koma öll fyrir í leikaralista myndarinnar en hafa þó ekki verið sýnd í stiklum fyrir myndina hingað til og hvergi er minnst á gömlu draugabanana í stiklunum tveimur. Nýja myndin skartar grínleikkonunum Melissu McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones og Chris Hemsworth í aðalhlutverkum en hann leikur treggáfaðann aðstoðarmann þeirra. Leikstjóri nýju myndarinnar er Paul Feig sem er líklegast þekktastur fyrir grínmyndirnar The Heat og Spy. Nýju draugabanarnir mæta í bíó um miðjan júlí. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stikla Ghostbusters 3. mars 2016 14:30 Gæti leikið í Ghostbusters 3 14. desember 2014 11:00 Draugabanar nálgast Frumsýningardagur nýju Ghostbusters-myndarinnar vestanhafs verður 22. júlí á næsta ári. 29. janúar 2015 12:30 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ný stikla úr væntanlegri endurgerð grínmyndarinnar Ghostbusters er komin á netið. Eins og flestir vita eru draugabanarnir fjórir nú kvenkyns og virðast þurfa að tækla töluvert stærri hóp af draugum en strákarnir gerðu á níunda áratugnum. Nýju stikluna má sjá hér fyrir neðan.Endurgerð eða framhald?Óvíst er hvort um endurgerð eða þriðju myndina í seríunni er um að ræða. Tekið er fram í fyrstu stiklunni að 30 ár séu liðin eftir atburði Ghostbusters 2 en það gæti alveg eins átt að vera tilvísun að 30 ár séu liðin frá því að hún kom út. Margir af leikurum upprunalegu myndanna tveggja bregður fyrir í nýju myndinni en lítið er vitað hversu stórar rullur þau fá eða hvern þau eiga að leika. Persónur þeirra eru til dæmis ekki nefndar á nafn á síðu imdb.com. Þau Sigourney Weaver, Bill Murray, Dan Akroyd, Annie Potts og Ernie Hudson koma öll fyrir í leikaralista myndarinnar en hafa þó ekki verið sýnd í stiklum fyrir myndina hingað til og hvergi er minnst á gömlu draugabanana í stiklunum tveimur. Nýja myndin skartar grínleikkonunum Melissu McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones og Chris Hemsworth í aðalhlutverkum en hann leikur treggáfaðann aðstoðarmann þeirra. Leikstjóri nýju myndarinnar er Paul Feig sem er líklegast þekktastur fyrir grínmyndirnar The Heat og Spy. Nýju draugabanarnir mæta í bíó um miðjan júlí.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stikla Ghostbusters 3. mars 2016 14:30 Gæti leikið í Ghostbusters 3 14. desember 2014 11:00 Draugabanar nálgast Frumsýningardagur nýju Ghostbusters-myndarinnar vestanhafs verður 22. júlí á næsta ári. 29. janúar 2015 12:30 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Draugabanar nálgast Frumsýningardagur nýju Ghostbusters-myndarinnar vestanhafs verður 22. júlí á næsta ári. 29. janúar 2015 12:30