Kanye West tók yfir og lét heiminn og Zuckerberg heyra það Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2016 10:30 Kanye fór á kostum hjá Ellen. vísir Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. Ellen spurði Kanye hvort hann ætti ekki að vera með einhvern sem færi t.d. yfir tístin sem hann sendir frá sér en rapparinn hefur oft vakið mikla athygli fyrir misgáfuleg tíst. „Alls ekki, ég vil ekki að neinn hafi afskipti af því sem ég tísti,“ segir Kanye við Ellen sem spurði hann í framhaldinu hvort hann sæi eftir einhverjum tístum. „Ég sé ekki eftir neinu. Til hvers að hugsa sig eitthvað um áður en maður tístir einhverju.“ Kanye West tísti á dögunum til Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og bað hann um að fjárfesta í tískufyrirtæki sínu fyrir 53 milljónir dollara. Mörgum fannst það skjóta skökku við að hann hafi notað Twitter til að ná til Zuckerberg. „Ég hefði líklega átt að reyna að ná til hans á Facebook. Núna skil ég af hverju hann svaraði mér ekki. Ég hef samt borðað með honum og eiginkonu hans og átt gott samtal við hann um að ég hefði áhuga á því að breyta heiminum. Hann sagðist ætla aðstoða mig við það og bla bla bla.“ Kanye segir að ef hann hefði yfir meiri fjármunum að ráða, þá gæti hann hjálpað fleira fólki. „Ég er með ákveðnar hugmyndir sem gætu hjálpað næstu kynslóðum í því að láta heiminn vera betri, punktur. Sama hvað fólk heldur um mig og hvernig papparazzi ljósmyndarar láta mig líta út.“ Hann segist geta breytt heiminum og hans tilvera hér á jörðinni eigi eftir að skipta máli. „Picasso er dauður, Steve Jobs er dauður og Walt Disney er dauður. Tölum um fólk sem er á lífi og fólk sem getur haft áhrif. Ég er listamaður og allt sem ég geri er eitt stórt málverk,“ segir West sem hreinlega tók yfir þáttinn og hélt einskonar einræðu. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. Ellen spurði Kanye hvort hann ætti ekki að vera með einhvern sem færi t.d. yfir tístin sem hann sendir frá sér en rapparinn hefur oft vakið mikla athygli fyrir misgáfuleg tíst. „Alls ekki, ég vil ekki að neinn hafi afskipti af því sem ég tísti,“ segir Kanye við Ellen sem spurði hann í framhaldinu hvort hann sæi eftir einhverjum tístum. „Ég sé ekki eftir neinu. Til hvers að hugsa sig eitthvað um áður en maður tístir einhverju.“ Kanye West tísti á dögunum til Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og bað hann um að fjárfesta í tískufyrirtæki sínu fyrir 53 milljónir dollara. Mörgum fannst það skjóta skökku við að hann hafi notað Twitter til að ná til Zuckerberg. „Ég hefði líklega átt að reyna að ná til hans á Facebook. Núna skil ég af hverju hann svaraði mér ekki. Ég hef samt borðað með honum og eiginkonu hans og átt gott samtal við hann um að ég hefði áhuga á því að breyta heiminum. Hann sagðist ætla aðstoða mig við það og bla bla bla.“ Kanye segir að ef hann hefði yfir meiri fjármunum að ráða, þá gæti hann hjálpað fleira fólki. „Ég er með ákveðnar hugmyndir sem gætu hjálpað næstu kynslóðum í því að láta heiminn vera betri, punktur. Sama hvað fólk heldur um mig og hvernig papparazzi ljósmyndarar láta mig líta út.“ Hann segist geta breytt heiminum og hans tilvera hér á jörðinni eigi eftir að skipta máli. „Picasso er dauður, Steve Jobs er dauður og Walt Disney er dauður. Tölum um fólk sem er á lífi og fólk sem getur haft áhrif. Ég er listamaður og allt sem ég geri er eitt stórt málverk,“ segir West sem hreinlega tók yfir þáttinn og hélt einskonar einræðu.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“