Framleiðslustöðvun í verksmiðjum Toyota vegna sprengingar hjá birgja Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 13:54 Óhöppin hafa verið býsna mörg á árinu sem valdið hafa framleiðslustöðvunum hjá Toyota. Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent
Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent