Heimir vonar að Aron og Kolbeinn spili á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 11:00 Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir meiðsli. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er vongóður um að þeir Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson muni koma við sögu í æfingaleiknum gegn Noregi ytra á morgun. Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Aron Einar sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Ósló í dag að honum líði vel. Kolbeinn er sömuleiðis á góðum batavegi. „Ég vona að þeir geti eitthvað spilað á morgun. Það er langt síðan að þeir spiluðu og þetta eru einmitt leikir sem við hugsuðum fyrir þá leikmenn sem hættu að spila með félagsliðum sínum fyrir nokkru síðan,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. „Við erum ánægðir með sjúkraliðið okkar og hvað það hefur gert góða hluti. Standið á leikmönnum er gott.“ Arnór Ingvi Traustason missti af síðstu leikjum sínum með Norrköping í Svíþjóð en Heimir sagði að hann hafi komið vel úr æfingunni í gær. „Hann var með á allri æfingunni og engin slæm viðbrögð. Hann er því bara klár.“ Heimir sagði að þeir leikmenn sem hafa spilað mikið með félagsliðum sínum á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur munu fá frí á morgun. Meðal þeirra er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Ísland skilar 23 manna lista sínum til Knattspyrnusambands Evrópu í kvöld en það verður endanlegur EM-hópur Íslands. „Hann er í sjálfu sér opinn ennþá og verður það þangað til að við skilum honum í kvöld. Það er ekkert í stöðunni núna, nema að eitthvað gerist á æfingunni á eftir, sem fengi okkur til að breyta honum,“ sagði Heimir. „En auðvitað voru tímapunktar í þessu ferli þar sem maður hugsaði „hvað ef?“ en sem betur fer kom ekki til þess.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er vongóður um að þeir Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson muni koma við sögu í æfingaleiknum gegn Noregi ytra á morgun. Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Aron Einar sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Ósló í dag að honum líði vel. Kolbeinn er sömuleiðis á góðum batavegi. „Ég vona að þeir geti eitthvað spilað á morgun. Það er langt síðan að þeir spiluðu og þetta eru einmitt leikir sem við hugsuðum fyrir þá leikmenn sem hættu að spila með félagsliðum sínum fyrir nokkru síðan,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. „Við erum ánægðir með sjúkraliðið okkar og hvað það hefur gert góða hluti. Standið á leikmönnum er gott.“ Arnór Ingvi Traustason missti af síðstu leikjum sínum með Norrköping í Svíþjóð en Heimir sagði að hann hafi komið vel úr æfingunni í gær. „Hann var með á allri æfingunni og engin slæm viðbrögð. Hann er því bara klár.“ Heimir sagði að þeir leikmenn sem hafa spilað mikið með félagsliðum sínum á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur munu fá frí á morgun. Meðal þeirra er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Ísland skilar 23 manna lista sínum til Knattspyrnusambands Evrópu í kvöld en það verður endanlegur EM-hópur Íslands. „Hann er í sjálfu sér opinn ennþá og verður það þangað til að við skilum honum í kvöld. Það er ekkert í stöðunni núna, nema að eitthvað gerist á æfingunni á eftir, sem fengi okkur til að breyta honum,“ sagði Heimir. „En auðvitað voru tímapunktar í þessu ferli þar sem maður hugsaði „hvað ef?“ en sem betur fer kom ekki til þess.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sjá meira
Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30