Gísli Pálmi opnaði sig á Stöð 2 í gær: „Kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Gísli Pálmi talaði opinskátt um neyslu sína og lífstíl í gær. vísir Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira