Benedikt kom báðum Þórsliðunum upp og nú mætast þau í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 16:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri. Vísir/Eyþór Fyrsti Þórsslagurinn í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld þegar Akureyrar-Þórsarar taka á móti Þórsurum frá Þorlákshöfn í Höllinni á Akureyri klukkan 19.15. Úrvalsdeildin hefur verið með Þórslið í deildinni í 24 af síðustu 30 tímabilum en þetta er þrátt fyrir það í fyrsta sinn sem bæði Þórsliðin eru í deildinni á sama tíma. Það hefur verið Þórslið í úrvalsdeild karla öll tímabil frá og með 1987-88 nema tímabilin 1992-93, 1993-94, 2002-03, 2004-05, 2009-10 og 2010-11. Þórsliðin eiga fleira sameiginlegt en nafnið því þau eiga saman manninum það að þakka að þau spila í Domino´s deildinni í dag. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri í dag kom norðanliðinu upp í deildinni á síðasta tímabili. Þór úr Þorlákshöfn er á sínu sjötta tímabili í röð í efstu deild en það var einmitt umræddur Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði liðið þegar Þór frá Þorlákshöfn komst upp í úrvalsdeildina vorið 2011. Benedikt fór með liðið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili. Einar Árni Jóhannsson tók við liði Þórs úr Þorlákshöfn af Benedikt sumarið 2015. Einar Árni er því á sínu öðru ári með liðið. Þórsliðin mættust einmitt síðast í deildarleik í 1. deildinni tímabilið 2010 til 2011. Seinni leikurinn fór fram í Höllinni á Akureyri 24. febrúar og þar fögnuðu heimamenn sigri 96-76. Benedikt Guðmundsson hafði stýrt sínum mönnum til 24 stiga sigurs í fyrri leiknum í Þorlákshöfn 10. desember 2010. Aðeins einn leikmaður Þórs frá Akureyri var með í síðasta deildarleik Þórsliðanna en það er Sindri Davíðsson. Í Þorlákshafnarliðinu eru aftur á móti þrír leikmenn en að spila eða þeir Emil Karel Einarsson, Grétar Ingi Erlendsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Þetta verður annar leikurinn í röð hjá Benedikt Guðmundssyni á móti liði sem hann þjálfaði áður en hann mætti með sína menn í KR-húsið í umferðinni á undan. Benedikt og lærisveinar hans töpuðu á móti KR en höfðu áður unnið Grindavíkurliðið í Grindavík, annað lið sem Benedikt hefur þjálfað í úrvalsdeildinni.Þórslið í úrvalsdeild karla undanfarin 30 ár: 1987-88 Þór Akureyri 2-14 (8.sæti) 1988-89 Þór Akureyri 3-23 (9.) 1989-90 Þór Akureyri 6-20 (9.) 1990-91 Þór Akureyri 7-19 (7.) 1991-92 Þór Akureyri 2-24 (10.) 1992-93 Ekkert 1993-94 Ekkert 1994-95 Þór Akureyri 18-14 (6.) 1995-96 Þór Akureyri 9-23 (9.) 1996-97 Þór Akureyri 6-16 (11.) 1997-98 Þór Akureyri 4-18 (11.) 1998-99 Þór Akureyri 5-17 (10.) 1999-2000 Þór Akureyri 10-12 (7.) 2000-01 Þór Akureyri 6-16 (10.) 2001-02 Þór Akureyri 8-14 (9.) 2002-03 Ekkert 2003-04 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2004-05 Ekkert 2005-06 Þór Akureyri 5-17 (11.) 2006-07 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2007-08 Þór Akureyri 10-12 (8.) 2008-09 Þór Akureyri 6-16 (11.) 2009-10 Ekkert 2010-11 Ekkert 2011-12 Þór Þorlákshöfn 15-7 (3.) 2012-13 Þór Þorlákshöfn 16-6 (2.) 2013-14 Þór Þorlákshöfn 11-11 (6.) 2014-15 Þór Þorlákshöfn 11-11 (7.) 2015-16 Þór Þorlákshöfn 14-8 (5.) 2016-17 Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri Dominos-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Fyrsti Þórsslagurinn í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld þegar Akureyrar-Þórsarar taka á móti Þórsurum frá Þorlákshöfn í Höllinni á Akureyri klukkan 19.15. Úrvalsdeildin hefur verið með Þórslið í deildinni í 24 af síðustu 30 tímabilum en þetta er þrátt fyrir það í fyrsta sinn sem bæði Þórsliðin eru í deildinni á sama tíma. Það hefur verið Þórslið í úrvalsdeild karla öll tímabil frá og með 1987-88 nema tímabilin 1992-93, 1993-94, 2002-03, 2004-05, 2009-10 og 2010-11. Þórsliðin eiga fleira sameiginlegt en nafnið því þau eiga saman manninum það að þakka að þau spila í Domino´s deildinni í dag. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri í dag kom norðanliðinu upp í deildinni á síðasta tímabili. Þór úr Þorlákshöfn er á sínu sjötta tímabili í röð í efstu deild en það var einmitt umræddur Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði liðið þegar Þór frá Þorlákshöfn komst upp í úrvalsdeildina vorið 2011. Benedikt fór með liðið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili. Einar Árni Jóhannsson tók við liði Þórs úr Þorlákshöfn af Benedikt sumarið 2015. Einar Árni er því á sínu öðru ári með liðið. Þórsliðin mættust einmitt síðast í deildarleik í 1. deildinni tímabilið 2010 til 2011. Seinni leikurinn fór fram í Höllinni á Akureyri 24. febrúar og þar fögnuðu heimamenn sigri 96-76. Benedikt Guðmundsson hafði stýrt sínum mönnum til 24 stiga sigurs í fyrri leiknum í Þorlákshöfn 10. desember 2010. Aðeins einn leikmaður Þórs frá Akureyri var með í síðasta deildarleik Þórsliðanna en það er Sindri Davíðsson. Í Þorlákshafnarliðinu eru aftur á móti þrír leikmenn en að spila eða þeir Emil Karel Einarsson, Grétar Ingi Erlendsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Þetta verður annar leikurinn í röð hjá Benedikt Guðmundssyni á móti liði sem hann þjálfaði áður en hann mætti með sína menn í KR-húsið í umferðinni á undan. Benedikt og lærisveinar hans töpuðu á móti KR en höfðu áður unnið Grindavíkurliðið í Grindavík, annað lið sem Benedikt hefur þjálfað í úrvalsdeildinni.Þórslið í úrvalsdeild karla undanfarin 30 ár: 1987-88 Þór Akureyri 2-14 (8.sæti) 1988-89 Þór Akureyri 3-23 (9.) 1989-90 Þór Akureyri 6-20 (9.) 1990-91 Þór Akureyri 7-19 (7.) 1991-92 Þór Akureyri 2-24 (10.) 1992-93 Ekkert 1993-94 Ekkert 1994-95 Þór Akureyri 18-14 (6.) 1995-96 Þór Akureyri 9-23 (9.) 1996-97 Þór Akureyri 6-16 (11.) 1997-98 Þór Akureyri 4-18 (11.) 1998-99 Þór Akureyri 5-17 (10.) 1999-2000 Þór Akureyri 10-12 (7.) 2000-01 Þór Akureyri 6-16 (10.) 2001-02 Þór Akureyri 8-14 (9.) 2002-03 Ekkert 2003-04 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2004-05 Ekkert 2005-06 Þór Akureyri 5-17 (11.) 2006-07 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2007-08 Þór Akureyri 10-12 (8.) 2008-09 Þór Akureyri 6-16 (11.) 2009-10 Ekkert 2010-11 Ekkert 2011-12 Þór Þorlákshöfn 15-7 (3.) 2012-13 Þór Þorlákshöfn 16-6 (2.) 2013-14 Þór Þorlákshöfn 11-11 (6.) 2014-15 Þór Þorlákshöfn 11-11 (7.) 2015-16 Þór Þorlákshöfn 14-8 (5.) 2016-17 Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri
Dominos-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira