Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Karl Lúðvíksson skrifar 18. nóvember 2016 10:35 Dagurinn í dag og helgin eru síðustu dagarnir þar sem má ganga til rjúpna og ekki verður sagt að veðurspáin sé hagstæð. Veðrið í dag er afleitt svo til um allt land og fyrir utan hvassviðri, skafrenning, snjókomu og hríð er ófært á mörgum fjallvegum svo menn komast ekki einu sinni að veiðilendum. Á morgun laugardag er svo spáð Norðan 13-18 m/s og 18-25 í vindstrengjum SA-lands. Éljagangur N- og A-til, en samfelld slydda eða snjókoma um tíma laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Annars skýjað með köflum og sums staðar smá él. Norðan 10-18 og él fyrir norðan og austan á morgun, hvassast SA-til, en bjartviðri SV-lands. Dregur úr vindi og éljum annað kvöld. Hiti kringum frostmark. Veðrið á sunnudag er sem sagt skaplegt og þá má reikna með að margir sem eiga eftir að ná jólamatnum haldi til fjalla og þá verður ansi fjölmennt á helstu rjúpnaslóðum. Af 12 veiðidögum hefur veður verið slæmt 6-7 daga og það er ansi hart þegar fáir dagar eru í boði. Raddir veiðimanna verða sífellt háværari um að núverandi kerfi henti illa og verði frekar til þess að skyttur hætti sér út í hættulegar aðstæður. Hvatt hefur verið til að taka núverandi kerfi til endurskoðunar og þær hugmyndir sem hafa oftast verið nefndar í því sambandi eru t.d. að leyfa veiðar í nóvember en finn þá jafnframt leiðir til að tryggja að ekki sé um magnveiðar að ræða og að áfram sé sölubann á öllum rjúpnaafurðum. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði
Dagurinn í dag og helgin eru síðustu dagarnir þar sem má ganga til rjúpna og ekki verður sagt að veðurspáin sé hagstæð. Veðrið í dag er afleitt svo til um allt land og fyrir utan hvassviðri, skafrenning, snjókomu og hríð er ófært á mörgum fjallvegum svo menn komast ekki einu sinni að veiðilendum. Á morgun laugardag er svo spáð Norðan 13-18 m/s og 18-25 í vindstrengjum SA-lands. Éljagangur N- og A-til, en samfelld slydda eða snjókoma um tíma laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Annars skýjað með köflum og sums staðar smá él. Norðan 10-18 og él fyrir norðan og austan á morgun, hvassast SA-til, en bjartviðri SV-lands. Dregur úr vindi og éljum annað kvöld. Hiti kringum frostmark. Veðrið á sunnudag er sem sagt skaplegt og þá má reikna með að margir sem eiga eftir að ná jólamatnum haldi til fjalla og þá verður ansi fjölmennt á helstu rjúpnaslóðum. Af 12 veiðidögum hefur veður verið slæmt 6-7 daga og það er ansi hart þegar fáir dagar eru í boði. Raddir veiðimanna verða sífellt háværari um að núverandi kerfi henti illa og verði frekar til þess að skyttur hætti sér út í hættulegar aðstæður. Hvatt hefur verið til að taka núverandi kerfi til endurskoðunar og þær hugmyndir sem hafa oftast verið nefndar í því sambandi eru t.d. að leyfa veiðar í nóvember en finn þá jafnframt leiðir til að tryggja að ekki sé um magnveiðar að ræða og að áfram sé sölubann á öllum rjúpnaafurðum.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði