Lána ríkinu til að byggja flughlað Sveinn Arnarson skrifar 10. júní 2016 05:00 Hagstætt er að flytja efnið úr göngunum í flughlað en ríkið setur ekki fé í það. Vísir/Auðunn Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira